Aníta beraði óléttukúluna í Barselóna

Glæsileg í Barselóna!
Glæsileg í Barselóna! Samsett mynd

Það væsir ekki um söngkonuna og dansarann Anítu Rós Þorsteinsdóttur, en hún er stödd í sólinni í Barselóna á Spáni um þessar mundir. 

Aníta Rós tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Stingum af og komst í úrslit þar sem Hera Björk Þórhallsdóttir bar sigur úr býtum. Aníta Rós hefur tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum í listasenunni sem dansari, leikari, söngvari og danshöfundur. 

Í apríl síðastliðnum tilkynnti Aníta Rós að hún ætti von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Hermanni Árnasyni, en hún komst að óléttunni aðeins viku fyrir undarnúrslit Söngvakeppninnar. 

Með meðgöngutískuna á hreinu

Nú er Aníta Rós stödd í Barselóna þar sem hún hefur átt ljúfar stundir með fjölskyldu sinni. Hún birti glæsilegar myndir af sér í sólinni með yfirskriftinni: „Á bumbunni í Barselóna.“

Aníta Rós fetar í fótspor tískugoðsagna víðsvegar um heiminn, en árið 2022 urðu miklar breytingar í meðgöngutísku þar sem konur leyfa óléttukúlunni að njóta sín. 

View this post on Instagram

A post shared by A N I T A 🦋 (@anitarosth)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert