Aníta beraði óléttukúluna í Barselóna

Glæsileg í Barselóna!
Glæsileg í Barselóna! Samsett mynd

Það væs­ir ekki um söng­kon­una og dans­ar­ann Anítu Rós Þor­steins­dótt­ur, en hún er stödd í sól­inni í Bar­sel­óna á Spáni um þess­ar mund­ir. 

Aníta Rós tók þátt í Söngv­akeppni sjón­varps­ins í ár með lag­inu Sting­um af og komst í úr­slit þar sem Hera Björk Þór­halls­dótt­ir bar sig­ur úr být­um. Aníta Rós hef­ur tekið þátt í hinum ýmsu verk­efn­um í lista­sen­unni sem dans­ari, leik­ari, söngv­ari og dans­höf­und­ur. 

Í apríl síðastliðnum til­kynnti Aníta Rós að hún ætti von á sínu fyrsta barni með kær­asta sín­um, Her­manni Árna­syni, en hún komst að ólétt­unni aðeins viku fyr­ir und­arnúr­slit Söngv­akeppn­inn­ar. 

Með meðgöngu­tísk­una á hreinu

Nú er Aníta Rós stödd í Bar­sel­óna þar sem hún hef­ur átt ljúf­ar stund­ir með fjöl­skyldu sinni. Hún birti glæsi­leg­ar mynd­ir af sér í sól­inni með yf­ir­skrift­inni: „Á bumb­unni í Bar­sel­óna.“

Aníta Rós fet­ar í fót­spor tískugoðsagna víðsveg­ar um heim­inn, en árið 2022 urðu mikl­ar breyt­ing­ar í meðgöngu­tísku þar sem kon­ur leyfa óléttu­kúl­unni að njóta sín. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by A N I T A 🦋 (@anit­arosth)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert