Fljúga beint til Birmingham

Flogið verður beint til Birmingham í Bretlandi frá og með …
Flogið verður beint til Birmingham í Bretlandi frá og með desember. Tom W/Unsplash

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet ætlar að hefja beint flug á milli Keflavíkurflugvallar og Birmingham í Bretlandi í desember. Flogið verður tvisvar í viku á þriðjudögum og laugardögum og mun þessi flugleið verða opin þangað til í mars 2025. 

„Við á Keflavíkurflugvelli fögnum þeirri ákvörðun easyJet að bæta áttunda áfangastaðnum sínum við frá Keflavíkurflugvelli næsta vetur,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar í fréttatilkynningu.

„EasyJet er einni stærsti viðskiptavinur okkar. Þessi ákvörðun er enn eitt merki þess hversu mikla trú félagið hefur á áfangastaðnum Íslandi,“ segir hann jafnframt. 

Cillian Murphy í hlutverki sínu í þáttunum Peaky Blinders þar …
Cillian Murphy í hlutverki sínu í þáttunum Peaky Blinders þar sem hann fór með hlutverk Tommy Shelby.

Birmingham fékk mikla athygli þegar þættirnir Peaky Blinders voru teknir upp í borginni en þeir fjalla um glæpagengi sem tekst á við ýmsar áskoranir. Leikarinn Cillian Murphy fór með hlutverk Tommy Shelby sem kallaði ekki allt ömmu sína. 

EasyJet ætlar að fljúga beint frá Keflavík til átta nýrra …
EasyJet ætlar að fljúga beint frá Keflavík til átta nýrra áfangastaða. mbl.is/Thorgeir Bald

Auk Birmingham ætlar flugfélagið að bjóða upp á sjö aðra áfangastaði frá Keflavíkurflugvelli eða; Bristol, Edinborg, London Gatwick, Luton, Manchester, Mílanó og Orly-flugvöll í París. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert