Biðlar til ferðamanna að láta íslenska mosann í friði

Leiðsögumaðurinn Atli Sigurðarson er með mikilvæg skilaboð til allra sem …
Leiðsögumaðurinn Atli Sigurðarson er með mikilvæg skilaboð til allra sem ferðast um Ísland. Ljósmynd/Pexels/Tomáš Malík

Leiðsögumaðurinn Atli Sigurðarson er með mikilvæg skilaboð til allra sem ferðast um Ísland. Í nýlegu myndskeiði sem hann birti á TikTok-reikningi sínum fræðir hann ferðamenn um íslenska mosann og biðlar til þeirra að passa sérstaklega upp á að rífa hann alls ekki upp. 

Undanfarin ár hafa fregnir af skemmdum á mosa reglulega verið til umræðu í fjölmiðlum. Slík mál hafa ratað á borð lögreglu, þá sérstaklega ef um utanvegaakstur er að ræða.

Getur tekið mosann allt að 100 ár að jafna sig

„Á Íslandi eru um 603 mismunandi tegundir af mosa. Mosinn er mjög viðkvæmur vegna veðurskilyrða og svo framvegis, og vex frekar hægt. Við rífum ekki upp mosann. Hann er dýrmætur eins og hann er. Og ef þú rífur upp mosa gæti það tekið mosann um 70 upp í 100 ár að jafna sig.

Svo aldrei, aldrei nokkurn tímann – þú getur gengið á honum – en ekki gera það með því að rífa upp mosann. Þú getur lagst á mosann, en ekki rífa mosann upp. Takk fyrir,“ segir Atli í myndbandinu. 

@atlisigurd Please don’t tear up the moss in Iceland 🇮🇸 thank you.#iceland #nature #travel #icelandic ♬ original sound - Atli Sigurðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert