Dýrasta sundferðin enn í Reykjavík og hefur hækkað

Dýrasta sundferðin á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavík.
Dýrasta sundferðin á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavík. Ljósmynd/Sundlaugar.is

Sól­in lét loks­ins sjá sig á höfðuborg­ar­svæðinu í vik­unni og voru marg­ir sem nutu sól­ar­geisl­anna í sund­laug­um svæðis­ins. Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 18 sund­laug­ar og hef­ur hver og ein sinn sjarma, en það kost­ar hins veg­ar mis­mikið að fara ofan í laug­arn­ar. 

Á síðasta ári tók ferðavef­ur mbl.is sam­an verðlista yfir dýr­ustu og ódýr­ustu sund­ferðirn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu sam­kvæmt gjald­skrá sund­laug­ar.is. Þá kom í ljós að dýr­asta sund­ferðin var í Reykja­vík­ur­borg, en þá kostaði stakt gjald fyr­ir full­orðna 1.210 krón­ur. Sund­ferðin er ókeyp­is fyr­ir börn til 16 ára ald­urs, en ung­menni á aldr­in­um 16 til 17 ára borguðu 195 krón­ur fyr­ir ferðina. 

Mun­ar 500 krón­um á dýr­ustu og ódýr­ustu sund­ferðinni

Verð á sund­ferð í Reykja­vík­ur­borg hef­ur hækkað um 120 krón­ur fyr­ir full­orðna og um 10 krón­ur fyr­ir ung­menni á aldr­in­um 16-17 ára, en nú kost­ar stakt gjald fyr­ir full­orðna 1.330 krón­ur og 205 krón­ur fyr­ir 16-17 ára ung­menni. Enn er frítt ofan í laug­arn­ar fyr­ir börn til 16 ára ald­urs. 

Á síðasta ári var ódýr­asta sund­ferðin í Álfta­nes­laug og Ásgarðslaug í Garðabæn­um, en þá kostaði stakt gjald fyr­ir full­orðna 830 krón­ur og frítt í sund fyr­ir börn til 17 ára ald­urs. Verð á sund­ferð hef­ur ekki hækkað á milli ára í þess­um sund­laug­um. 

Næ­stó­dýr­asta sund­ferðin í fyrra var í Mos­fells­bæ og það sama gild­ir í ár, en í fyrra kostaði stakt gjald fyr­ir full­orðna 1.000 krón­ur og frítt í sund fyr­ir börn til 10 ára ald­urs. Þá borguðu börn á aldr­in­um 11 til 17 ára 175 krón­ur fyr­ir sund­ferðina.

Sund­ferðin í Mos­fells­bæ hef­ur hins veg­ar einnig hækkað frá því á síðasta ári. Nú kost­ar sund­ferðin 1.100 krón­ur fyr­ir full­orðna og 190 krón­ur fyr­ir börn á aldr­in­um 11 til 17 ára.

Verðmun­ur­inn á dýr­ustu og ódýr­ustu sund­ferðinni á höfuðborg­ar­svæðinu var 380 krón­ur í fyrra, en nú er sund­ferðin í Reykja­vík­ur­borg orðin 500 krón­um dýr­ari en í sund­ferð í Garðabæ.

Ódýrasta sundferðin er í Garðabæ.
Ódýr­asta sund­ferðin er í Garðabæ. Ljós­mynd/​Sund­laug­ar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert