Liðsmaður Backstreet Boys í brúðkaupi á Íslandi

Howie Dorough og eiginkona hans Leigh Anne ásamt brúðurinni.
Howie Dorough og eiginkona hans Leigh Anne ásamt brúðurinni. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Howie Dorough, liðsmaður hljómsveitarinnar Backstreet Boys, deildi í gær á samfélagsmiðlum huggulegum myndum af sér og eiginkonu sinni Leigh Anne í Bláa lóninu. 

Hjónin höfðu verið í fámennu brúðkaupi vina sinna sem haldið var á Íslandi fyrir nokkrum vikum á veitingastaðnum Ingólfsskáli á Suðurlandi, en veitingastaðurinn er þekktur fyrir einstakt víkingaþema í tignarlegum torfskála.

Fengu frábært veður í ferðinni

Brúðhjónin og brúðkaupsgestir fögnuðu svo á Reykjavík Edition hótelinu í Reykjavík. Veðurblíðan lék við Dorough og Anne á meðan þau skoðuðu sig um landið dagana fyrir og eftir brúðkaupið. Þau nutu líka íslenskrar matarmenningar og borðuðu meðal annars á veitingastaðnum Le Kock á Tryggvagötu í Reykjavík og á Moss á lúxushóteli Bláa Lónsins, The Retreat at Blue Lagoon.

Backstreet Boys héldu eftirminnilega tónleika hér á landi í apríl á síðasta ári. Fjölmargir tónleikagestir létu sig hverfa í nostalgíu síðustu aldarmóta en tónleikarnir, sem voru haldnir í Laugardalshöllinni, heppnuðust afar vel.

View this post on Instagram

A post shared by Howie D (@howie_dorough)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert