Play flýgur beint á HM í handbolta

Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta geta flogið beint á heimsmeistaramótið …
Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta geta flogið beint á heimsmeistaramótið sem fer fram í Zagreb í Króatíu í janúar. Samsett mynd

Flug­fé­lagið Play mun vera með ferðir til Za­greb í Króa­tíu þar sem Heims­meist­ara­mót karla í hand­bolta fer fram í janú­ar á næsta ári. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu.

Íslenska karla­landsliðið tryggði sér þát­töku­rétt á heims­meist­ara­mót­inu í Króa­tíu, Dan­mörku og Nor­egi í upp­hafi næsta árs eft­ir sig­ur gegn Eistlandi í maí síðastliðnum. 

32 lið munu mæta til leiks á heims­meist­ara­mót­inu en ís­lenska liðið mun leika í G-riðli ásamt Slóven­íu, Kúbu og Græn­höfðaeyj­um. Verður G-riðill­inn leik­inn í Za­greb og eru leik­dag­ar Íslands í riðlin­um 16., 18. og 20. janú­ar. 

Ljóst er að eft­ir­vænt­ing­in og spenn­an fyr­ir stór­móti í hand­bolta nær há­marki í janú­ar á ári hverju, en Play mun bjóða upp á beint flug frá Íslandi til Za­greb dag­ana 16. og 21. janú­ar og svo aft­ur heim til Íslands 21. og 27. janú­ar. 

Za­greb er höfuðborg Króa­tíu en hún er þekkt fyr­ir sögu­lega bygg­ing­ar­list, líf­lega menn­ingu og úr­val veit­ingastaða og versl­ana. Því er ljóst að það mun ekki fara illa um stuðnings­fólk ís­lenska landsliðsins á milli þess sem það hvet­ur strák­ana okk­ar til dáða.

Zagreb hefur upp á margt spennandi að bjóða.
Za­greb hef­ur upp á margt spenn­andi að bjóða. Ljós­mynd/​Unsplash/​Kristij­an Arsov
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert