Selma fagnaði fimmtugsafmælinu á Spáni

Selma Björnsdóttir var flott í hvítu á Spáni.
Selma Björnsdóttir var flott í hvítu á Spáni. Skjáskot/Instagram

Selma Björns­dótt­ir, tón­list­ar­kona, leik­kona og leik­stjóri, fagnaði fimm­tugsaf­mæli sínu á Spáni í gær. Selma birti fal­lega mynd af sér í hvít­um síðkjól í sól­inni og þakkaði fyr­ir af­mæliskveðjurn­ar. 

„Kæru vin­ir! Hjart­ans þakk­ir fyr­ir kveðjurn­ar hér á FB, sím­töl­in, mynd­bandskveðjurn­ar og óvæntu uppá­komurn­ar í til­efni 50 ára af­mæl­is míns. Ég fagnaði því í faðmi fjöl­skyld­unn­ar á Spáni og þau gerðu dag­inn að einu stóru æv­in­týri,“ skrifaði Selma meðal ann­ars við mynd­ina af sér í sól­inni. 

„Ég vil ser­stak­lega þakka mín­um heitt­elskaða Kol­beinn Tumi Dada­son sem sá um að plana Al­dís Agla Sig­urðardótt­ir og Andrea Sig­urðardótt­ir sem sáu um að klippa væn­an mynd­band­spakka fyr­ir mig sem ég mun lifa lengi á. Þakka auðvitað öll­um hinum líka inni­lega fyr­ir þeirra fram­lög. Mikið er ég rík að eiga ykk­ur öll að. Ég svíf inn í 5. tug­inn á bleiku skýi Ást og kær­leik­ur á lín­una.“

Smart­land fjallaði um af­mæli Selmu í gær en auk þess var viðtal við hana í Morg­un­blaðinu í til­efni stóraf­mæl­is­ins. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Selma­bjorns (@selma­bjorns)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert