Emmsjé sólar flúrið í Serbíu

Emmsjé Gauti er með mörg húðflúr.
Emmsjé Gauti er með mörg húðflúr. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti sleikir sólina þessa dagana erlendis. Gauti virðist hafa það fínt í fríinu og er að minnsta kosti ekki að kvarta á mynd sem hann birti af sér á Instagram. 

„Serbneskt sumar,“ skrifaði Gauti við mynd af sér. Hann snýr baki í myndavélina og sýnir þar með húflúr á bakinu en þau eru nokkuð mörg. Gauti er ekki bara með húðflúr á bakinu. Hann er alvöru rappari og því duglegur að bæta í húðflúrsafnið og sýna húðflúr á bringunni og handleggjum.

Ferðalagið til Serbíu er líklega ekki tilviljun þar sem Gauti er með fjölskyldutengingu við Serbíu. Eiginkona hans, Jovana Schally, er Serbi en kom til Íslands sem barn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert