Bestu borgirnar til að ganga um

Flórens er frábær fyrir fólk sem vill fara um fótgangandi.
Flórens er frábær fyrir fólk sem vill fara um fótgangandi. AFP

Reykja­vík er stund­um kölluð bíla­borg, og talað um að hún sé ekki hönnuð fyr­ir þá sem fara um fót­gang­andi. Það eru hins veg­ar ekki all­ar borg­ir þannig. Flórens er sú borg sem er best að ganga um. 

Á ferðavefsíðunni Tra­vel and Leisure er fjallað um þær borg­ir sem best er að ganga um út frá stöðum sem ferðamenn hafa áhuga á. 

Flórens á Ítal­íu 

Flórens er full af list, menn­ingu og sögu. Hvar sem litið er má finna fal­lega og merki­lega hluti. Það kem­ur því ekki á óvart að það er hægt að nálg­ast alla merki­leg­ustu staðina fót­gang­andi á inn­an við tíu mín­út­um. 

Hér má sjá lista yfir fimm efstu sæt­in. 

1. Flórens á Ítal­íu

2. Ríga í Lett­landi 

3. Ham­borg í Þýskalandi

4. Por­tó í Portúgal

5. Madríd á Spáni

Madríd á Spáni er í fimmta sæti.
Madríd á Spáni er í fimmta sæti. Ljós­mynd/​Unsplash.com/​Alev Takil
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert