Evrópumatarferð Beckhams

Brooklyn Beckham byrjaði að ferðast sem ungur drengur með foreldrum …
Brooklyn Beckham byrjaði að ferðast sem ungur drengur með foreldrum sínum, þeim David og Victoriu Beckham. AFP

Stjörnusonurinn Brooklyn Beckham hefur búið víða og ferðast til enn fleiri staða með foreldrum sínum, David og Viktoriu Beckham. Hann setti saman lista yfir uppáhaldsstaðina sína og uppáhaldsmatinn sinn fyrir The Trainline

Fólk sem er á leiðinni í lestarferð um Evrópu í sumar getur leikið eftir ferðalag Beckhams en hann mælir ekki bara með fokdýrum Michelin-stöðum. 

Bretland 

Ferðalag Beckhams hefst í Bretlandi. Hann mælir með því að smakka innbakaða pylsu í Bretlandi og nefnir þrjá matarmarkaði í þremur mismunandi borgum. Þetta eru Bonnie and Wild í Edinborg, Mackie Mayor í Manchester og Borough Market í Lundúnum.

Borough Market í Lundúnum er frábær matarmarkaður.
Borough Market í Lundúnum er frábær matarmarkaður. AFP/HENRY NICHOLLS

Frakkland

Eftir Bretland er fullkomið að fara til Frakklands og borða sítrónuköku eða það sem kallast „tarte au citron“. Hann mælir síðan með því að snæða á veitingastöðunum Aux-Crus de Bourgogne í París, Le Garet í Lyon og Le Séjour Café í Nice. 

Það er mikilvægt að stoppa í París á ferð um …
Það er mikilvægt að stoppa í París á ferð um Evrópu. AFP/BERTRAND GUAY

Spánn

Beckham bjó á Spáni þegar hann var drengur og er mikilvægt að koma við á Spáni að hans mati. Á Spáni mælir hann með því að borða spænska eggjaköku. Hann mælir með þremur mörkuðum á Spáni. Þetta eru Mercado de Sants í Barcelona, Mercado de la Encarnación í Sevilla og Mercado de Antón Martín í Madríd. Síðastnefndi markaðurinn var í miklu uppáhaldi hjá Beckham þegar hann bjó í Madríd. 

Beckham mælir meðal annars með matarmarkaði í Barcelona.
Beckham mælir meðal annars með matarmarkaði í Barcelona. AFP/PAU BARRENA

Ítalía

Ítalía er í miklu uppáhaldi hjá Beckham sem mælir með því að borða fágaða rétti í Mílanó, ferskt sjávarfang í Portofino og mat að hætti Toskana í Flórens. Hann mælir með fimm veitingastöðum vítt og breitt um Ítalíu. Þetta eru  Trattoria della Pesa í Mílanó, Ristorante Puny í Portofino, Trattoria del Carmine í Flórens, Da Enzo al 29 í Róm og Antica Pizzeria Chiaia í Napólí. 

Í dag er Brooklyn Beckham kvæntur Nicolu Peltz. Hann er …
Í dag er Brooklyn Beckham kvæntur Nicolu Peltz. Hann er líklegur til að ferðast í Evrópu í sumar á staðina sem hann nefndi með eiginkonu sinni. AFP/Michael TRAN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert