Brot af því besta á Austurlandi

Brot af því besta á Austurlandi.
Brot af því besta á Austurlandi.

Nóg er af nátt­úruperl­um, skemmti­legri afþrey­ingu og góðum stöðum til að njóta mat­ar og drykkj­ar á Aust­ur­landi. Hér má sjá brot af því besta!

Vök Baths

Það skipt­ir máli að heim­sækja að minnsta kosti eitt baðlón á ferðalag­inu. Vök Baths er eitt það glæsi­leg­asta á land­inu og svík­ur eng­an. 

Vök Baths.
Vök Baths.

Hengi­foss

Hengi­foss í Fljóts­dal er ein­stak­lega tign­ar­leg­ur foss en hann er einn af hæstu foss­um lands­ins.

Hengifoss.
Hengi­foss. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Fjór­hjóla­ferð og ax­ark­ast í Hall­ormsstaðaskógi með East Highland­ers

Ræktaðu þinn innri vík­ing í Hall­ormsstaðaskógi. Ax­ark­ast er til­valið fyr­ir fólk með keppn­is­skap sem vill koma adrenalín­flæðinu af stað.

Axarkast.
Ax­ark­ast. Ljós­mynd/​Unsplash.com/​Al­ex­ei Scut­ari

Belj­andi Brugg­hús á Breiðdals­vík

Á Aust­ur­landi er að finna nokk­ur hand­verks­brugg­hús. Ef för­inni er heitið til Breiðdals­vík­ur er mik­il­vægt að koma við á brugg­hús­inu Belj­anda sem býður alla jafna upp á fjór­ar til fimm teg­und­ir af bjór.

Beljandi brugghús.
Belj­andi brugg­hús. Ljós­mynd/​Belj­andi brugg­hús

Gist­ing hjá ferðaþjón­ust­unni á Mjó­eyri á Eskif­irði

Á Mjó­eyri er skemmti­leg fjara, friðsælt um­hverfi, fal­legt út­sýni yfir fjörðinn og til fjalla. Það er lyk­il­atriði að fara í heita pott­inn sem er gam­all bát­ur.

Ferðaþjónustan á Mjóeyri.
Ferðaþjón­ust­an á Mjó­eyri. Ljós­mynd/​Ferðaþjón­ust­an á Mjó­eyri

Seyðis­fjörður

Það er ekki hægt að sleppa því að taka mynd á regn­boga­göt­unni við kirkj­una á Seyðis­firði. Þá má alls ekki gleyma því held­ur að fá sér sus­hi á Norð Aust­ur - sus­hi & bar.

Stuðlagil

Það er ekki hægt að ferðast um Aust­ur­land án þess að koma við á ein­um feg­ursta stað lands­ins, Stuðlagili. Hægt er að njóta út­sýn­is­ins frá tveim­ur stöðum en aðstaðan hef­ur stór­batnað á síðustu árum.

Stuðlagil.
Stuðlagil. Ljós­mynd/​Unsplash.com/​Misha Mart­in
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert