Milljarðamæringur ferðast með stæl

Lauren Sanchez og Jeff Bezos kunna að njóta lífsins.
Lauren Sanchez og Jeff Bezos kunna að njóta lífsins. AFP/ Drew Angerer

Jeff Bezos, stofnandi Amazon og einn ríkasti maður heims, skrapp í sumarfrí á dögunum með unnustu sinni, Lauren Sánchez. Þegar hann fer í frí er aðeins það besta í boði.

Ofurparið sást á grísku eyjunni Mykonos að því fram kemur á vef Page Six. Eyjan fagra er vinsæl á meðal hinna ríku og frægu.

Bezos og Sánchez voru ekki á hóteli á Mykonos heldur rándýrri snekkju sem heitir Kora sem Bezos er talinn hafa tekið í notkun í fyrra. Það er allt til alls á snekkjunni og má þar nefna þyrlu, hraðskreiða bátar og ýmis vatnaleikföng. Einnig fylgir snekkjunni önnur smærri snekkja. 

Það er auðvelt fyrir Bezos og Sánchez að sigla um gríska eyjahafið á snekkjunni. Þau hafa ekki bara sést á Mykonos. Þau hafa einnig sést á grísku eyjunni Hydra. 

Gríska eyjahafið heillar Lauren Sanchez og Jeff Bezos.
Gríska eyjahafið heillar Lauren Sanchez og Jeff Bezos. AFP/ Drew Angerer
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert