Aðalskvísur landsins njóta lífsins í Króatíu

Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Eva Einarsdóttir og Birta …
Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Eva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir eru staddar í Króatíu. Samsett mynd

Það væsir ekki um samfélagsmiðlastjörnurnar Sunnevu Einarsdóttur, Magneu Björgu Jónsdóttur, Evu Einarsdóttur og Birtu Líf Ólafsdóttur þessa dagana, en þær eru staddar í draumafríi í Split í Króatíu um þessar mundir.

Þær hafa verið duglegar að deila myndum og myndböndum frá ferðinni á samfélagsmiðlum, en með þeim eru makar þeirra þeir Benedikt Bjarnason, Ágúst Sveinsson, Jakob Steinn Stefánsson og Gunnar Patrik Sigurðsson. 

Vinkonurnar byrjuðu ferðina á að klæða sig upp smella glæsilegum myndum af sér við sjóinn. Daginn eftir var ferðinni heitið á fallega strönd þar sem þær nutu sín í botn, sleiktu sólina og tóku að sjálfsögðu sjóðheitar bikinímyndir.

View this post on Instagram

A post shared by Birta Líf (@birtalifolafs)

Elskar vinkonuferðir á töfrandi slóðir

Sunneva hefur verið dugleg að ferðast með vinkonum sínum á árinu og birta töfrandi ferðamyndir, en hún byrjaði á því að ferðast til Marokkó í febrúar þar sem tökur fóru fram fyrir raunveruleikaþættina LXS.

Í byrjun maí fór hún svo til Svíðþjóðar og síðan fóru þær Sunneva og Birta Líf til New York-borgar seinna í mánuðinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert