Í áfalli yfir háu matvöruverði á Íslandi

Fiona Chen varð heilluð af Íslandi á ferðalagi sínu, en …
Fiona Chen varð heilluð af Íslandi á ferðalagi sínu, en matvöruverðið kom henni hins vegar verulega á óvart. Samsett mynd

Ferðabloggarinn Fiona Chen heimsótti Ísland fyrr á árinu og var dugleg að birta myndir og myndskeið frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum sínum. Hún birti meðal annars myndband frá ferð sinni í íslenska matvörubúð þar sem hún var í sjokki yfir háu matvöruverði. 

„Allir segja að Ísland sé eitt dýrasta land í heimi. Við erum á leiðinni í matvöruverslun með 100 bandaríkjadali til að eyða, svo við skulum sjá hvað allt kostar,“ segir hún í myndbandinu. 

Fyrst skoðar Chen kjöt- og ostabakka sem kostar 16 bandaríkjadali, eða um 2.231 krónu á gengi dagsins í dag. Þá skoðaði hún einnig tilbúna mexíkóska kjúklingasúpu sem kostar 15 bandaríkjadali, eða um 2.091 krónur.

Chen gengur fram hjá rekka með bönunum og segir þá kosta einn bandaríkjadal, eða um 139 krónur. Því næst skoðar hún grafinn lax sem kostar 35 bandaríkjadali, eða um 4.880 krónur. 

Ekki ósátt við verðið á bakka af eggjum

Chen virðist ekki vera ósátt við verðið á eggjum, en hún tekur upp bakka með 12 eggjum sem hún segir að kosti 6 bandaríkjadali, eða um 836 krónur, og að hvert egg sé því á um 69 krónur. Hún tekur svo upp appelsínu og segir hana kosta um 118 krónur. 

„Þetta er það dýrasta hingað til en af góðri ástæðu,“ segir Chen svo um leið og hún lyftir upp nauta Tomahawk steik og segir hana kosta 41 bandaríkjadali, eða um 5.717 krónur. Hún skoðar svo svokallað „boba-te“ á 3,50 bandaríkjadali, eða um 488 krónur, og pakka með forsoðnum kartöflum á 5 bandaríkjadali, eða 697 krónur.

Hún tekur svo upp pakka af lambakonfekti sem hún segir að kosti 80 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 11 þúsund krónum, en hún skrifar einnig við myndbandið: „Lamb á 80 bandaríkjadali. Sjáið verðið samtals í lokin. Þetta eru dýrustu matvörur sem ég hef séð og þetta var LÁGVÖRUVERSLUN.“

„Við fengum einn poka af matvöru og við eyddum ... ertu tilbúinn, Mike? ... 108 bandaríkjadölum,“ segir hún í lok myndbandsins. 

@findingfiona The $80 lamb 😵‍💫😵‍💫 total at the end 😭 most expensive groceries I've ever seen and this was a DISCOUNT STORE LMAO #iceland #travel #vlog #icelandtravel ♬ original sound - findingfiona ✈️🤍



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert