Í áfalli yfir háu matvöruverði á Íslandi

Fiona Chen varð heilluð af Íslandi á ferðalagi sínu, en …
Fiona Chen varð heilluð af Íslandi á ferðalagi sínu, en matvöruverðið kom henni hins vegar verulega á óvart. Samsett mynd

Ferðablogg­ar­inn Fiona Chen heim­sótti Ísland fyrr á ár­inu og var dug­leg að birta mynd­ir og mynd­skeið frá ferðalag­inu á sam­fé­lags­miðlum sín­um. Hún birti meðal ann­ars mynd­band frá ferð sinni í ís­lenska mat­vöru­búð þar sem hún var í sjokki yfir háu mat­vöru­verði. 

„All­ir segja að Ísland sé eitt dýr­asta land í heimi. Við erum á leiðinni í mat­vöru­versl­un með 100 banda­ríkja­dali til að eyða, svo við skul­um sjá hvað allt kost­ar,“ seg­ir hún í mynd­band­inu. 

Fyrst skoðar Chen kjöt- og osta­bakka sem kost­ar 16 banda­ríkja­dali, eða um 2.231 krónu á gengi dags­ins í dag. Þá skoðaði hún einnig til­búna mexí­kóska kjúk­lingasúpu sem kost­ar 15 banda­ríkja­dali, eða um 2.091 krón­ur.

Chen geng­ur fram hjá rekka með bön­un­um og seg­ir þá kosta einn banda­ríkja­dal, eða um 139 krón­ur. Því næst skoðar hún graf­inn lax sem kost­ar 35 banda­ríkja­dali, eða um 4.880 krón­ur. 

Ekki ósátt við verðið á bakka af eggj­um

Chen virðist ekki vera ósátt við verðið á eggj­um, en hún tek­ur upp bakka með 12 eggj­um sem hún seg­ir að kosti 6 banda­ríkja­dali, eða um 836 krón­ur, og að hvert egg sé því á um 69 krón­ur. Hún tek­ur svo upp app­el­sínu og seg­ir hana kosta um 118 krón­ur. 

„Þetta er það dýr­asta hingað til en af góðri ástæðu,“ seg­ir Chen svo um leið og hún lyft­ir upp nauta Toma­hawk steik og seg­ir hana kosta 41 banda­ríkja­dali, eða um 5.717 krón­ur. Hún skoðar svo svo­kallað „boba-te“ á 3,50 banda­ríkja­dali, eða um 488 krón­ur, og pakka með for­soðnum kart­öfl­um á 5 banda­ríkja­dali, eða 697 krón­ur.

Hún tek­ur svo upp pakka af lamba­kon­fekti sem hún seg­ir að kosti 80 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur rúm­lega 11 þúsund krón­um, en hún skrif­ar einnig við mynd­bandið: „Lamb á 80 banda­ríkja­dali. Sjáið verðið sam­tals í lok­in. Þetta eru dýr­ustu mat­vör­ur sem ég hef séð og þetta var LÁGVÖRU­VERSL­UN.“

„Við feng­um einn poka af mat­vöru og við eydd­um ... ertu til­bú­inn, Mike? ... 108 banda­ríkja­döl­um,“ seg­ir hún í lok mynd­bands­ins. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert