Prinsessa flaug með lággjaldaflugfélagi

Beatrice prinsessa.
Beatrice prinsessa. AFP

Be­atrice prins­essa er hluti af bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unni en þrátt fyr­ir það er hún er ekki of fín til þess að fljúga með lággjalda­flug­fé­lagi. Prins­essa var á leiðinni til Cann­es til þess að vera viðstödd Cann­es Li­ons-hátíðina þegar hún sást meðal al­menn­ings að því fram kem­ur á vef Page Six

Hún tók flug með lággjalda­flug­fé­lag­inu Ea­syJet til Suður-Frakk­lands en marg­ir Íslend­ing­ar kann­ast við að flug­fé­lagið sem býður upp á ódýr flug. Flaug hún frá Lut­on-flug­velli sem þykir ekki flott­asti flug­völl­ur­inn í London. Oft er auðveld­ara að fá ódýr flug­far­gjöld frá ódýr­um flug­völl­um. 

Hin 35 ára gamla prins­essa sem er úti­vinn­andi er dótt­ir Andrés­ar prins og fyrr­ver­andi eig­in­konu hans, Söru Fergu­son. Lík­legt er að sem ömmu­barn Elísa­bet­ar Breta­drottn­ing­ar hafi Be­atrice prins­essa al­ist upp við lúx­us. Hún var þó ekki með neina stæla þegar hún bar upp hand­far­ang­ur­inn sjálf í flug­vél­ina á Lut­on-flug­velli. 

Beatrice prinsessa af York.
Be­atrice prins­essa af York. AFP/​Oli SCARFF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert