Boris og Carrie Johnson nutu lífsins á ítalskri eyju

Carri Johnson og Boris Johnson fóru í sumarfrí. Boris Johnson …
Carri Johnson og Boris Johnson fóru í sumarfrí. Boris Johnson skellti sér á ströndina í skræpóttum sundskýlu. Samsett mynd

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, nýtur þess að vera ekki forsætisráðherra og skellti sér í frí með eiginkonu sinni, Carrie Johnson, og börnum sínum. Ítalska eyjan Sardinía varð fyrir valinu. 

Lífið á Sardiníu er nokkuð einfalt eins og Carrie Johnson greinir frá á Instagram-síðu sinni. „Fallega Sardinía. Pasta, ís, ströndin, endurtaka,“ skrifaði frú Johnson. 

Frú Jonson birti nokkrar myndir úr ferðalaginu og má þar sjá börnin þeirra þrjú sem þau eiga saman; Wilfred fjögurra ára, Romy þriggja ára og ungbarnið Frankie. Virstist fjölskyldan njóta þess að vera á ströndinni. 

Carrie Johnson birti myndirnar úr sumarfríinu nokkrum dögum áður en að hún óskaði eiginmanninum Boris Johnson til hamingju með afmælið. Forsætisráðherrann fyrrverandi fagnaði 60 ára afmæli þann 19. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert