Brot af því besta á Norðurlandi

Brot af því besta á Norðurlandi.
Brot af því besta á Norðurlandi. Samsett mynd

Hið stór­brotna Norður­land ætti ekki að svíkja fólk í sum­ar enda má finna þar guðdóm­lega nátt­úru, ljúf­feng­an mat og enn betri baðstaði.

Hvítserk­ur

Hvítserk­ur er klett­ur í sjó við vest­an­verðan botn Húna­fjarðar í Vest­ur-Húna­vatns­sýslu. Klett­ur­inn er 15 metra hár og hvít­ur af fugla­driti en þaðan kem­ur nafnið lík­lega. Þjóðsag­an seg­ir hins veg­ar að Hvítserk­ur hafi verið tröll sem bjó norður á Strönd­um sem vildi brjóta niður kirkju­klukk­ur Þing­eyrak­laust­urs­kirkju.

Sæl­kera­búðin Vell­ir

Sæl­kera­búðin Vell­ir í Svarfaðar­dal er al­gjör perla en þar er að finna alls kyns gúm­melaði sem al­vöru­sæl­ker­ar kunna að meta.

Vellir í Svarfaðadal.
Vell­ir í Svarfaðadal. Ljós­mynd/​Face­book

Sus­hi á Rub 23

Ekki borða bara pyls­ur í frí­inu. Gerðu vel við þig og pantaðu borð á Rub 23 á Ak­ur­eyri. Þar er hægt að fá eitt besta sus­hi á land­inu.

Girnilegt Sushi á Rub 23.
Girni­legt Sus­hi á Rub 23. Ljós­mynd/​Rub 23

Skóg­ar­böðin

Skóg­ar­böðin eru eitt nýj­asta baðlón land­ins. Eng­inn aðdá­andi baðlóna og fal­legs út­sýn­is má láta böðin fram hjá sér fara í sum­ar. Full­komið er að verja kvöld­stund í Skóg­ar­böðunum.

Skógarböðin.
Skóg­ar­böðin. Aðsend/​Axel Þór­halls­son

Sund­laug­in á Hofsósi

Sund­laug­in á Hofsósi er ein fal­leg­asta sund­laug lands­ins. Þegar synt er frá suðri til norðurs renn­ur laug­in sam­an við haf­flöt­inn neðan henn­ar með beina stefnu á Drang­ey.

Í sumarblíðu við Hofsós.
Í sum­ar­blíðu við Hofsós. mbl.is/​Sig­ur­geir

Hvala­skoðun á Húsa­vík

Einn besti staður­inn til að fara í hvala­skoðun er út frá Húsa­vík. Það er ekki hægt að fá leið á því að skoða hvali og það jafn­ast ekk­ert á við að skoða þá í sínu nátt­úru­lega um­hverfi.

Hvalaskoðun.
Hvala­skoðun. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Baka­ríið á Sigluf­irði

Mat­ur þarf ekki alltaf að vera dýr til þess að vera góður. Eitt strang­heiðarleg­asta bakarí lands­ins er að finna á Sigluf­irði. Í baka­rí­inu má fá mjög góða hnúta og fá­rán­lega góðar langlok­ur.

Siglufjörður.
Siglu­fjörður. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert