Icelandair byrjar að fljúga til Lissabon

Portúgal er með langar strandlengjur. Þá hefur heimsborgin Lissabon upp …
Portúgal er með langar strandlengjur. Þá hefur heimsborgin Lissabon upp á margt að bjóða mbl.is/Brynjar Gauti

Íslenska flug­fé­lagið Icelanda­ir mun hefja flug til portú­gölsku borg­ar­inn­ar Lissa­bon í októ­ber. Lissa­bon er höfuðborg lands­ins og fer fyrsta vél í loftið 11. októ­ber. Flogið verður á mánu­dög­um og föstu­dög­um. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Icelanda­ir. 

Lissa­bon hef­ur að geyma ríka sögu þar sem fal­leg­ur arki­tekt­úr og mat­ar­menn­ing er í for­grunni. Í borg­inni er að finna nokkra staði sem eru á heims­minja­skrá UNESCO. Veðurfar er milt og borg­in gæti því höfðað til ferðalanga sem vilja borða góðan mat, kaupa fal­leg föt eða fara í sól­ar­landa­ferð. 

Af þessu til­efni skrifuðu Icelanda­ir og portú­galska flug­fé­lagið TAP und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf um sam­merkt flug. Fé­lög­in hafa átt í sam­starfi um ára­bil en með sam­merktu flugi munu viðskipta­vin­ir geta nýtt þægi­leg­ar teng­ing­ar á milli leiðakerfa flug­fé­lag­anna og aukið úr­val tengi­mögu­leika. Þannig opn­ast hent­ug­ar teng­ing­ar frá Íslandi til Lissa­bon, en jafn­framt áfram til áfangastaða TAP víða um heim. Bæði flug­fé­lög­in er þekkt fyr­ir að bjóða upp á svo­kallað Stopo­ver sem ger­ir farþegum kleift að upp­lifa heima­lönd fé­lag­anna þegar ferðast er á milli áfangastaða.

„Það er afar ánægju­legt að bæta Lissa­bon við okk­ar öfl­uga leiðakerfi og um leið að auka sam­starf okk­ar við TAP. Lissa­bon er mjög spenn­andi áfangastaður og aukið sam­starf flug­fé­lag­anna mun bæta við þægi­leg­um tengi­mögu­leik­um til Bras­il­íu og Afr­íku. Við leit­umst við að gera sam­starfs­samn­inga við flug­fé­lög sem leggja áherslu á góða þjón­ustu og spenn­andi ferðatæki­færi og það ger­ir TAP svo sann­ar­lega,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir. 

„Sam­starfið við Icelanda­ir mun auka úr­val ferðamögu­leika og áfangastaða sem viðskipta­vin­ir okk­ar geta valið úr. Þannig munu opn­ast þægi­leg­ar teng­ing­ar til Íslands, sem er einn af mest spenn­andi áfanga­stöðunum í dag, og fjöl­marg­ar teng­ing­ar fyr­ir viðskipta­vini Icelanda­ir um öfl­ugt leiðakerfi okk­ar frá Lissa­bon. Við hlökk­um til að starfa með Icelanda­ir að því að auðvelda fólki að ferðast um heim­inn,“ seg­ir Luís Rodrigu­es for­stjóri TAP. 

htt­ps://​www.icelanda­ir.com/​is/​flug/​flug-til-lissa­bon

Á aðaltorginu í Lissabon var mikið mannlíf í nóvember. Börn …
Á aðal­torg­inu í Lissa­bon var mikið mann­líf í nóv­em­ber. Börn og full­orðnir eltu þar sápu­kúl­ur í góða veðrinu. mbl.is/Á​sdís
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert