Þetta eru dýrustu sundlaugarnar á Íslandi

Á listanum eru nokkrar af dýrustu sundlaugum landsins samkvæmt gjaldskrá …
Á listanum eru nokkrar af dýrustu sundlaugum landsins samkvæmt gjaldskrá sundlaugar.is. Samsett mynd

Ný­verið birt­ist grein á ferðavef mbl.is þar sem farið var yfir verðlag sund­lauga á Höfuðborg­ar­svæðinu sam­kvæmt gjald­skrá á sund­laug­ar.is, en þar kom í ljós að dýr­asta sund­ferðin er í Reykja­vík og kost­ar 1.330 krón­ur. Þá kom einnig í ljós að á einu ári hafði stök sund­ferð hækkað um 120 krón­ur í verði, en árið áður kostaði sund­ferðin 1.210 krón­ur. 

Dýr­asta sund­ferðin enn á Húsa­felli

Á síðasta ári tók ferðavef­ur mbl.is sam­an lista yfir dýr­ustu sund­laug­ar lands­ins eft­ir að mik­il umræða skapaðist í Face­book-hópn­um „Fjár­málatips“ þegar mynd af verðskrá sund­laug­ar­inn­ar á Húsa­felli var birt, en þar kostaði aðgang­ur fyr­ir full­orðna í laug­ina 3.800 krón­ur. Þá kostaði sund­ferðin 1.500 krón­ur fyr­ir börn á aldr­in­um 10-16 ára, en frítt fyr­ir börn und­ir 10 ára aldri. 

Í dag, ári síðar, gild­ir sama verðskrá í sund­laug­ina á Húsa­felli sem ger­ir hana að dýr­ustu sund­ferð lands­ins. 

Sundferðin er dýrust á Húsafelli.
Sund­ferðin er dýr­ust á Húsa­felli. Ljós­mynd/​Husa­fell.is

Tvær sund­laug­ar bæst í hóp þeirra næst­dýr­ustu

Næst­dýr­asta sund­ferð lands­ins er í sund­laug­inni í Laug­ar­nesi við Birki­mel, Sund­laug Stokks­eyr­ar og Sund­höll­inni Sel­fossi, en í þess­um sund­laug­um kost­ar stakt gjald fyr­ir full­orðna 1.700 krón­ur. 

Á síðasta ári var sund­laug­in við Laug­ar­nes einnig næst­dýr­asta sund­ferð lands­ins, en verðskrá­in hef­ur ekki breyst þar. Hins veg­ar rötuðu hvorki Sund­laug Stokks­eyr­ar né Sund­höll­in Sel­fossi inn á list­ann í fyrra. 

Í sund­laug­ina í Laug­ar­nesi við Birki­mel borga börn á aldr­in­um 6-16 ára 500 krón­ur fyr­ir staka sund­ferð, en yngri börn fá að fara frítt í laug­ina. Í Sund­laug Stokks­eyr­ar og Sund­höll­inni Sel­fossi borga börn á aldr­in­um 10-17 ára 350 krón­ur fyr­ir staka sund­ferð, en börn yngri en 10 ára fara frítt í laug­ina. 

Frá sundlauginni í Laugarnesi er fallegt útsýni yfir Breiðafjörðinn.
Frá sund­laug­inni í Laug­ar­nesi er fal­legt út­sýni yfir Breiðafjörðinn. Ljós­mynd/​Sund­laug­ar.is

Fjór­ar laug­ar selja staka sund­ferð á 1.500 krón­ur

Því næst eru fjór­ar sund­laug­ar sem selja staka sund­ferð á 1.500 krón­ur, en það eru Lýsu­laug­ar í Staðarsveit, Nes­laug í Árnesi, Skeiðalaug í Braut­ar­holti og Sund­laug­in Blönduósi. Á síðasta ári kostaði sund­ferðin 1.500 krón­ur í tvær laug­ar, Lýsu­laug­ar og Skeiðalaug, en nú hafa tvær sund­laug­ar bæst í hóp­inn. 

Börn á aldr­in­um 10-17 ára borga 500 krón­ur fyr­ir staka sund­ferð í Lýsu­laug­ar, en yngri börn fá að fara frítt í laug­ina. Í Nes­laug og Skeiðalaug borga börn á aldr­in­um 11-18 ára 500 krón­ur fyr­ir eina sund­ferð, en fá frítt ofan í laug­ina til 10 ára ald­urs. Í Sund­laug­inni Blönduósi borga börn á aldr­in­um 8-18 ára 500 krón­ur fyr­ir sund­ferðina, en yngri börn fá frítt.

Sundlaugin á Blönduósi er í hópi lauga sem selja staka …
Sund­laug­in á Blönduósi er í hópi lauga sem selja staka sund­ferð á 1.500 krón­ur. Ljós­mynd/​Sund­laug­ar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert