Hvar er best að tjalda um helgina?

Hvar ætlar þú að tjalda um helgina?
Hvar ætlar þú að tjalda um helgina? Ljósmynd/Unsplash.com/Dominik Jirovský

Það á að vera fínasta veður um helgina víða um land fyrir tjaldútilegur. Sérstaklega gott veður verður á Vesturlandi og Suðurlandi ef marka má veðurspá útileguvefsins Blika.is. 

Ferðavef­ur mbl.is tók sam­an nokkur tjaldsvæði þar sem spáð er mjög góðu veðri um helg­ina.

Reykholt í Bláskógabyggð

Spáin í Reykholti á að fara upp í 20 stiga hita á laugardaginn og það á að vera heiðskýrt næstum því allan daginn. Veðrið á þó ekki að vera eins gott á sunnudaginn og þá er gott að vera bara inni í tjaldi eða í tjaldhýsinu. 

Tjaldsvæðið í Reykholti er staðsett í þéttbýliskjarnanum að Reykholti. Svæðið er skjólgott og er rafmagn á svæðinu og leiksvæði fyrir börnin. 

Tjaldsvæðið í Reykholti.
Tjaldsvæðið í Reykholti. Ljósmynd/Tjalda.is

Tjaldsvæðið við Skógafoss

Ein besta veðurspáin fyrir helgina er á Skógum. Hitinn á að fara upp í allt að 19 stig á laugardag og á að vera heiðskýrt næstum því allan daginn. Á sunnudaginn er alveg eins gott að pakka saman snemma, það á ekki að sjást til sólar en hitinn á að vera í kringum 11 stig. 

Tjaldsvæðið við Skógafoss er staðsett í nágrenni Skógafoss en þar er bæði heitt og kalt vatn. 

Tjaldsvæðið við Skógarfoss.
Tjaldsvæðið við Skógarfoss. Ljósmynd/Blika.is

Sælukotið Árblik

Búist er við sól og 14 stiga hita á laugardaginn og á sunnudaginn er spáð 16 stiga hita og er gert ráð fyrir að það verði hálfskýjað.

Tjaldsvæðið Sælukot Árblik er hægra megin við þjóðveg númer 60 á leiðinni vestur á firði. Margir áhugaverðir staðir eru til að skoða í nágrenninu. Í Árbliki er góð sturtuaðstaða og þar er líka lítið eldhús fyrir þá sem vilja komast í slíkt. Losunaraðstaða er fyrir ferðasalerni. Rafmagnstenglar eru á tjaldsvæði.

Tjaldsvæðið í Borgarnesi

Það á að vera mjög gott veður í Borgarnesi um helgina. Hitinn á að fara upp í 14 gráður á laugardaginn og ekki rigningardropi á ferð. Sólin lætur ekki sjá sig á sunnudaginn en hitinn fer þó upp í 15 gráður sem verður að teljast nokkuð gott. 

Tjaldsvæðið í Borgarnesi er við þjóðveg 1 á leiðinni út úr bænum. Selerni og rafmagn er á svæðinu. Ef fólki fer að leiðast á tjaldsvæðinu er stutt í Borgarnes þar sem allt er til alls. 

Tjaldsvæðið í Borgarnesi.
Tjaldsvæðið í Borgarnesi. Ljósmynd/Blika.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert