„Mér þykir ofsalega vænt um Húsavík og Norðurlandið“

Birgitta Haukdal ólst upp á Húsavík.
Birgitta Haukdal ólst upp á Húsavík. mbl.is/Arnþór

Birgitta Hauk­dal tón­list­ar­kona og rit­höf­und­ur er alin upp á Húsa­vík. Hún fer reglu­lega norður en í sum­ar ætl­ar hún ekki að missa af bæj­ar­hátíðinni Mæru­dög­um.

Hvernig var að al­ast upp á Húsa­vík?

„Ég á mikið af fal­leg­um minn­ing­um frá Húsa­vík og ná­grenni. Húsa­vík er ynd­is­leg­ur staður til að al­ast upp á. Mikið frelsi fyr­ir börn, gott íþrótta- og tón­list­ar­starf og stutt í nátt­úr­una sem mér þótti dá­sam­legt sem barni.“

Ertu dug­leg að kíkja norður og hvað ger­ir þú þá?

„Við kíkj­um mikið norður fjöl­skyld­an. Maður­inn minn er mikið í veiði og fer norður á rjúpu, gæs og í laxveiði. Þá fylgj­um við fjöl­skyld­an oft með og tök­um helg­ar­ferðir í snjó­inn. Við för­um líka oft á skíði á Ak­ur­eyri og þá gist­um við á Húsa­vík þar sem það er orðið svo þægi­legt að keyra á milli eft­ir að göng­in komu. Ann­ars finnst okk­ur geggjað að fara til Húsa­vík­ur á sumr­in og er bæj­ar­hátíðin Mæru­dag­ar í sér­stöku upp­á­haldi.“

Birgitta ætlar ekki að missa af Mærudögum en þá er …
Birgitta ætl­ar ekki að missa af Mæru­dög­um en þá er bær­inn vel skreytt­ur. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Hvar er nauðsyn­legt að stoppa á leiðinni norður og hvað hlust­ar þú á í bíln­um?

„Það er mjög mis­jafnt á hvað er hlustað í bíln­um á leiðinni. Stund­um skipt­umst við á að velja lög eða plöt­ur til að hlusta á og stund­um erum við ekk­ert að hlusta á held­ur bara að njóta þess að keyra sam­an og spjalla um um­hverfið, lífið og til­ver­una. Við stopp­um oft í Geira­baka­ríi í Borg­ar­nesi og náum okk­ur í góðan kaffi­bolla og nýbakaða ástarpunga og svo er vin­sælt að taka pissu­stopp og kannski kjötsúpu í Staðarskála.“

Hvernig horf­ir þú á heima­hag­ana sem full­orðin mann­eskja?

„Mér þykir ofsa­lega vænt um Húsa­vík og Norður­landið og finnst ég alltaf kom­in heim þegar ég renni fram hjá slát­ur­hús­inu og inn í bæ­inn.“

Áttu upp­á­halds­nátt­úruperlu á Norður­landi?

„Ég hef tengst sér­stök­um bönd­um við Hljóðakletta frá því ég var barn. Þangað fór­um við fjöl­skyld­an mikið í úti­leg­ur um helg­ar og geng­um mikið þar um. Það er ein­hver sér­stök orka í Hljóðaklett­um. Ork­an í þess­ari stóru og hættu­legu á sem dans­ar í kring­um klett­ana er mögnuð og gang­an í birk­inu meðfram klett­un­um stór­kost­leg. Svo er mik­il­vægt að setj­ast með nesti í laut og anda að sér ferska loft­inu. Ég fer þangað reglu­lega í dag.“

Birgitta heldur mikið upp á Hljóðakletta.
Birgitta held­ur mikið upp á Hljóðakletta. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Hvernig er full­kom­inn dag­ur á Húsa­vík?

„Að vakna á und­an öll­um og fá sér góðan kaffi­bolla og horfa út á Kinn­ar­fjöll­in. Kíkja svo niður í bakarí og grípa með sér nýbakað brauð og jafn­vel kleinu­hring eða kara­mellu­köku og vekja svo fjöl­skyld­una með ilmi af góðum morg­un­mat. Þar næst klæðum við okk­ur eft­ir veðri og göng­um göngu­stíg­inn sem er meðfram Húsa­vík­ur­fjalli með út­sýni yfir bæ­inn á milli fal­legra greni­trjáa sem þekja fjalls­hlíðina. Eft­ir göng­una græj­um við sunddót og för­um annaðhvort í sund­laug­ina, sem er ofsa­lega vel heppnuð og skemmti­leg fyr­ir börn, eða tök­um slök­un í sjó­böðunum, sem er al­veg dá­sam­legt, hvort sem farið er að degi til eða að kvöldi rétt fyr­ir svefn. Eft­ir sund­ferð er farið upp í hús og vöffl­ur og heitt kakó græjað og jafn­vel góðum vin­um boðið í kaffi. Um kvöld­mat­ar­leytið er gam­an að labba niður í bæ og grípa sér bita við höfn­ina á Gamla bauk, Sölku eða fá sér góðan fisk á Naust­inu. Ef veður er sér­stak­lega gott þá er vin­sælt að kveikja eld bak við hús og grilla syk­ur­púða fyr­ir hátt­inn.“

Hvað ætl­ar þú að gera skemmti­legt í sum­ar?

„Í sum­ar er stefn­an tek­in á hjóla­ferð til Króa­tíu og svo ætl­um við fjöl­skyld­an að ferðast um landið, veiða og von­andi fara í úti­legu eða tvær. Kíkj­um auðvitað til Húsa­vík­ur um Mæru­dag­ana og hitt­um vini og fjöl­skyldu.“

Bærinn skartar sínu fegursta í sumarblíðunni.
Bær­inn skart­ar sínu feg­ursta í sum­ar­blíðunni. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert