Flugfreyja útskýrir kuldann í flugvélum

Það er góð ástæða fyrir kuldanum í flugvélum.
Það er góð ástæða fyrir kuldanum í flugvélum. Ljósmynd/Roberta Penaloza/Unsplash

Ef­laust kann­ast marg­ir við það að vera kalt í flug­vél jafn­vel þó að flug­vél­in leggi í hann frá Spáni. Kanadíska flug­freyj­an, Vanessa Settimi, seg­ir í ferðaviðtali við tíma­ritið Rea­der's Digest að kuld­inn um borð sé ekki vegna þess að vél­in sé í um 35.000 feta hæð held­ur sé hugsað fyr­ir hverju ein­asta smá­atriði í flugi.

Hún seg­ir ástæðuna fyr­ir köldu hita­stigi í flug­vél­um vera að það hjálpi til við að minnka flug­veiki á meðan ókyrrð stend­ur yfir. Kald­ara hita­stig get­ur líka komið í veg fyr­ir að það líði yfir fólk sem er sér­stak­lega viðkvæmt fyr­ir ókyrrðinni.

Settimi sem starfar hjá flug­fé­lag­inu Swoop air­lines seg­ir að flug­menn­irn­ir stjórni hita­stig­inu í flug­vél­inni. Þó að farþegar biðji um að hækka aðeins hita­stigið þá er því oft­ast haldið í kald­ari kant­in­um. 

Hún mæl­ir því með því að farþegar komi með sín eig­in teppi, ferðist með góðan tref­il um háls­inn eða í mæti í flug í góðri þykkri peysu. 

Upp­á­halds­ferðagalli Settimi sam­an­stend­ur af létt­um hlaupa­skóm, jogg­ing­bux­um, stutterma­bolu og renndri hettupeysu. 

Hún bæt­ir því við að kulda­skræf­ur ættu að forðast það að ferðast í san­döl­um og í hlýra­bol án þess að hafa neina peysu til að henda yfir sig er kuld­inn rík­ur upp. 

New York Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert