Borgar það sig að plasta töskuna?

Ertu týpan sem plastar töskuna á flugvöllum?
Ertu týpan sem plastar töskuna á flugvöllum? Ljósmynd/Unsplash.com/Convert Kit

Það er algeng sjón á flugvöllum erlendis að sjá töskur plastaðar í plastfilmu en víða er boðið upp á slíka þjónustu gegn gjaldi. Fólk lætur yfirleitt plasta töskur vegna þess að það telur það öruggara en stóra spurningin er hins vegar hvort það sé rétt.

Það kann að vera að töskur sem eru að detta í sundur haldist saman ef þær er plastaðar en plastið kemur alls ekki í veg fyrir að þær verði opnaðar af öryggisstarfsmönnum. Á vef Travel and Leisure kemur fram að í Bandaríkjunum eru töskur opnaðar ef eitthvað grunsamlegt kemur í ljós og þá skiptir ekki máli hvort þær eru pakkaðar inn í plast eða ekki. Þó svo allt sé með felldu er þeim ekki pakkað aftur inn í plast. 

Í stað þess að plasta töskuna er mælt með því að kaupa góða tösku með lás. Ef fólk vill láta töskurnar líta út fyrir að vera glænýjar er hins vegar í lagi að nota plastþjónustu. 

Það er líklega ekki þess virði að plasta töskuna.
Það er líklega ekki þess virði að plasta töskuna. Ljósmynd/Unsplash.com/Danila Hamsterman
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert