Fimm fallegustu strendur Íslands

Nauthólsvík á sumardegi.
Nauthólsvík á sumardegi. Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Fjöldi Íslend­inga eru farn­ir að streyma til sól­ar­landa í sum­ar­frí­inu til að hlaða víta­mín­tank­inn og njóta sín á strönd­inni. Á end­an­um kem­ur þó alltaf að heim­ferð. Fyr­ir þá sem eiga erfitt með að kveðja ljúfa strand­ar­lífið er fullt af góðum strönd­um á Íslandi. 

1. Rauðas­and­ur

Rauðasandur er ein af helstu náttúruperlum Íslands.
Rauðas­and­ur er ein af helstu nátt­úruperl­um Íslands. Ljós­mynd/​Unsplash/​Mauro-Fabio Cil­urzo

Rauðas­and­ur á Vest­fjörðum er sann­kölluð nátt­úruperla þar sem rauður sand­ur teyg­ir sig tíu kíló­metra í átt að Látra­bjargi. Lit­ur­inn get­ur verið breyti­leg­ur eft­ir birt­unni en talið er að sand­ur­inn fái þenn­an rauða lit vegna hörpu­skelja sem hafa brotnað niður í agn­ir.

Það er ein­stök upp­lif­un að rölta um sand­inn, tína nokkr­ar skelj­ar og njóta út­sýn­is­ins. Á góðum sól­ar­degi má sjá Snæ­fells­jök­ul rísa tign­ar­lega upp úr haf­inu. Við strönd­ina er líka tjald­stæði og kaffi­hús sem til­valið er að stoppa á!

2. Vestra­horn

Ljós­mynd/​Unsplash/​Teodor Kuduschiev

Við fjallið Vestra­horn á Aust­ur­fjörðum er fal­leg fín­gerð svört strönd en hún er í aðeins um tíu mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá Höfn. Svæðið er jarðfræðilega merki­legt en þar er að finna eitt elsta berg lands­ins. Sel­ir eiga það til að synda upp á strönd­ina til að slaka á, enda ekk­ert betra en að njóta nú­vit­und­ar­inn­ar og hlusta á öld­urn­ar. 

3. Breiðamerk­urs­and­ur

Ljós­mynd/​Garðar Ólafs­son

Breiðamerk­urs­and­ur fell­ur oft í skugga Jök­uls­ár­lóns sem er hinum meg­in við þjóðveg­inn. Það er al­gjör­lega þess virði að skoða strönd­ina þar sem marg­ir litl­ir ís­jak­ar skol­ast á land. Það get­ur verið ein­stök upp­lif­un að kom­ast í ná­vígi við ís­jaka sem hægt er að snerta og jafn­vel halda á ef þeir eru ekki of stór­ir. Ef lagt er t.d. hjá Jök­uls­ár­lóni er ein­fald­lega hægt að ganga und­ir brúna við Jök­uls­ár­lón í nokkr­ar mín­út­ur og þá mun strönd­in blasa við.

4. Skarðsvík á Snæ­fellsnesi

Ljós­mynd/​Unsplash/​Kam­eron Kinca­de

Á góðum sum­ar­degi í Skarðsvík er auðvelt að ímynda sér að vera kom­in til Havaí þar sem ljós sand­ur­inn mæt­ir græn­blá­um sjón­um í dökku hraun­inu. Til­valið er að fara í laut­ar­ferð á strönd­inni í háfjöru og jafn­vel skella sér til sunds. Til að kom­ast til Skarðsvík­ur er farið Útnes­veg og bíla­stæði eru rétt fyr­ir ofan vík­ina.

5. Búðir á Snæ­fellsnesi

Ljós­mynd/​Pex­els/​Dav­id Stan­field

Snæ­fells­nes hef­ur upp á fjöld­ann all­an af fal­leg­um ljós­um strönd­um að bjóða en sú sem ligg­ur við Búðir sker sig úr. Frá Búðum má sjá tign­ar­legu fjöll­in sem standa nán­ast í beinni línu meðfram Snæ­fellsnes­inu en á end­an­um sit­ur Snæ­fells­jök­ull sem skart­ar sínu feg­ursta. Rétt hjá litlu kirkj­unni á Búðum er gull­in strönd með mikl­um gróðri og fugla­lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert