Hvar er besta veðrið fyrir tjaldútilegu helgarinnar?

Austurland ætlar að bjóða upp á bongóblíðu um helgina!
Austurland ætlar að bjóða upp á bongóblíðu um helgina! Ljósmynd/Pexels/Cliford Mervil

Ert þú á leiðinni í úti­legu um helg­ina? Ef þig lang­ar að sleppa við það að pakka tjald­inu sam­an blautu á sunnu­dag­inn þá ætt­ir þú að leggja leið þína á Aust­ur­land, en þar er spáð glamp­andi sól og bongóblíðu alla helg­ina.

Ferðavef­ur mbl.is tók sam­an þau fimm tjaldsvæði þar sem besta veðrinu er spáð yfir helg­ina sam­kvæmt tjald­vef Bliku

Skipa­læk­ur 2

Bú­ist er við besta veðrinu á tjaldsvæðinu Skipa­læk sem staðsett er í Fella­bæ í um þriggja kíló­metra fjar­lægð frá miðbæ Eg­ilsstaða. Þar á að vera glamp­andi sól alla helg­ina, en á föstu­dag­inn er spáð 21°C og sunn­an 5 m/​s. Á laug­ar­dag­inn er reiknað með 22°C og áfram sunn­an 5 m/​s, en á sunnu­dag­inn er bú­ist við 23°C og suðvest­an 1 m/​s. 

Tjaldsvæðið er friðsælt í fal­legu um­hverfi, en þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, sal­erni og gjald­frjálsri sturtu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu. 

Veðurspáin er frábær á tjaldsvæðinu Skipalæk um helgina.
Veður­spá­in er frá­bær á tjaldsvæðinu Skipa­læk um helg­ina. Ljós­mynd/​Tjalda.is

Eg­ilsstaðir

Það á einnig að vera bongóblíða á tjaldsvæðinu á Eg­ils­stöðum alla helg­ina þar sem spáð er glamp­andi sól og frá­bær­um hita­töl­um. Á föstu­dag­inn er reiknað með 21°C og suðvest­an 4 m/​s, á laug­ar­dag­inn er spáð 22°C og suðvest­an 3 m/​s og á sunnu­dag­inn er spáð 23°C og vest­an 2 m/​s.

Tjaldsvæðið er miðsvæðis í bæn­um og þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, sal­erni, gjald­frjálsri sturtu og eld­un­araðstöðu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu. 

Veðrið á einnig að vera frábært á Egilsstöðum.
Veðrið á einnig að vera frá­bært á Eg­ils­stöðum. Ljós­mynd/​East.is

Stóra Sand­fell

Veðrið á ekki að vera síðra á tjaldsvæðinu að Stóra-Sand­felli í Skriðdal sem staðsett er um 17 kíló­metra sunn­an við Eg­ilsstaði. Þar er spáð glamp­andi sól alla helg­ina, en á föstu­dag­inn er reiknað með 21°C og vest­an 4 m/​s. Á laug­ar­dag­inn er aft­ur spáð 21°C og sunn­an 5 m/​s, en á sunnu­dag­inn er spáð heil­um 24°C og suðvest­an 2 m/​s. 

Tjaldsvæðið er staðsett í fal­legu skóg­lendi og þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, sal­erni og gjald­frjálsri sturtu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu. 

Búist er við að hitinn fari upp í allt að …
Bú­ist er við að hit­inn fari upp í allt að 24°C á sunnu­dag­inn að Stóra-Sand­felli. Ljós­mynd/​Storas­and­fell.is

Ásbrandsstaðir l

Tjaldsvæðið við Ásbrandsstaði er staðsett ut­ar­lega, norðan­meg­in í Hofs­ár­dal í um sjö kíló­metra fjar­lægð frá kaup­tún­inu á Vopnafirði. Þar á einnig að vera frá­bært veður um helg­ina, en á föstu­dag­inn er reiknað með að það verði skýjað, 22°C og suðvest­an 5 m/​s. Á laug­ar­dag og sunnu­dag á hins veg­ar að vera glamp­andi sól, en fyrri dag­inn er spáð 23°C og suðvest­an 3 m/​s og seinni dag­inn heil­um 24°C og suðvest­an 5 m/​s. 

Á tjaldsvæðinu er hin fín­asta aðstaða, en þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, sal­erni, gjald­frjálsri sturtu og eld­un­araðstöðu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu. 

Hitinn á einnig að fara upp í 24°C á tjaldsvæðinu …
Hit­inn á einnig að fara upp í 24°C á tjaldsvæðinu við Ásbrandsstaði. Ljós­mynd/​East.is

Bakka­gerði

Tjaldsvæðið við Bakka­gerði á Borg­ar­f­irði eystri ætl­ar líka að bjóða upp á bongóblíðu um helg­ina, en þar er spáð glamp­andi sól frá föstu­degi til sunnu­dags. Á föstu­deg­in­um er spáð 19°C og suðaust­an 8 m/​s, á laug­ar­deg­in­um er spáð 20°C og sust­an 2 m/​s og á sunnu­deg­in­um er spáð 22°C og suðaust­an 3 m/​s. 

Hin fín­asta aðstaða er á svæðinu, en þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, sal­erni, gjald­frjálsri sturtu og eld­un­araðstöðu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Við Bakkagerði er einnig frábær spá alla helgina.
Við Bakka­gerði er einnig frá­bær spá alla helg­ina. Ljós­mynd/​Blika.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert