Ástin og veðrið dró Sigfinn til Egilsstaða

Sigfinnur Björnsson býr á Egilsstöðum ásamt kærustu sinni, Guðlaugu Margréti …
Sigfinnur Björnsson býr á Egilsstöðum ásamt kærustu sinni, Guðlaugu Margréti Jóhannsdóttur, og dætrunum Sóleyju Birtu og Máneyju Móu. Ljósmynd/Aðsend

Sig­finn­ur Björns­son, verk­efna­stjóri hjá Aust­ur­brú, seg­ir það hafa verið auðvelda ákvörðun að flytja frá Reykja­vík til Eg­ilsstaða fyr­ir nokkr­um árum. Fyr­ir utan þá staðreynd að ást­in dró hann aust­ur sá hann fram á betra veður, en Aust­ur­land er þekkt fyr­ir háar hita­töl­ur á sumr­in.

Sig­finn­ur hef­ur starfað í ferðaþjón­ustu frá 19 ára aldri. „Ég er fædd­ur og upp­al­inn á Höfn í Hornafirði. Ég byrjaði sem þjónn á Hót­el Höfn og svo vatt þetta upp á sig, ég gegndi þar eig­in­lega öll­um stöðum fyr­ir utan hót­el­stjóra,“ seg­ir Sig­finn­ur sem starfaði einnig hjá Eld­ingu við hvala­skoðun í Reykja­vík áður en hann flutti aust­ur.

Hef­ur þú alltaf verið með dug­leg­ur að ferðast?

„Mamma var mjög dug­leg að fara með okk­ur á skíði. Hún keyrði með okk­ur alla leið á Seyðis­fjörð, hún er þaðan. Við vor­um þar flest­ar helg­ar og alla páska. Ég var líka alltaf virk­ur krakki,“ seg­ir Sig­finn­ur sem er með æv­in­týraþrána í blóðinu.

Stuðlagil er skyldustopp á Austurlandi og mælir Sigfinnur að sjálfsögðu …
Stuðlagil er skyldu­stopp á Aust­ur­landi og mæl­ir Sig­finn­ur að sjálf­sögðu með því á full­komn­um degi. Ljós­mynd/Þ​rá­inn Kol­beins­son

Stutt í all­ar átt­ir á Eg­ils­stöðum

Sig­finn­ur býr með Guðlaugu Mar­gréti Jó­hanns­dótt­ir og dætr­um þeirra tveim­ur á Eg­ils­stöðum. „Við kynnt­umst í ferðamála­fræði. Eft­ir námið réð hún sig til Vök Baths sem var að opna,“ seg­ir Sig­finn­ur um ástæðu flutn­ing­anna.

Hvernig var að flytja?

„Það var ótrú­lega fínt. Gul­rót­in sem dró mann, fyr­ir utan ást­ina, var að það var búið að lofa manni ótrú­lega góðu veðri hérna. Sumr­in á Aust­ur­landi virðast alltaf vera þau hlýj­ustu þegar maður er ekki hérna. Maður kík­ir á kortið og þá er alltaf sól og blíða á Eg­ils­stöðum,“ seg­ir Sig­finn­ur sem varð ekki fyr­ir von­brigðum með veðrið.

Hvernig er hvers­dags­lífið?

„Mér finnst það ótrú­lega gott, sér­stak­lega þetta með tímasparnaðinn. Að geta labbað eða hjólað nán­ast hvert sem er. Það er líka stutt að fara yfir í aðra bæi. Frá Eg­ils­stöðum ertu inn­an við klukku­tíma niður í alla byggðar­kjarna Aust­ur­lands fyr­ir utan Vopna­fjörð sem er aðeins lengra. Það er svo skemmti­legt hvað sam­fé­lagið er breyti­legt eft­ir því sem þú ferðast á milli bæja, all­ir bæir eiga sín sér­kenni, sér­stak­lega niður á fjörðum þar sem eru göm­ul sjáv­arþorp.“

Er þetta líkt því sem þú ólst upp við?

„Horna­fjörður er svo ein­angraður, vissu­lega með Djúpa­vog í klukku­tíma aust­ur en svo ertu með Kirkju­bæj­arklaust­ur sem er næsti bær í átt­ina að Reykja­vík. Maður var ekki að fara á milli staða. Maður var á Höfn og fór svo til Reykja­vík­ur ef það þurfti aukaþjón­ustu.“

Sigfinnur er mikill hlaupagarpur en hann tekur þátt í tveimur …
Sig­finn­ur er mik­ill hlaupagarp­ur en hann tek­ur þátt í tveim­ur ut­an­vega­hlaup­um á Aust­ur­landi í sum­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Full­komið að vakna í Atla­vík í sól

Hvernig er hinn full­komni dag­ur á Eg­ils­stöðum?

„Í fyrsta lagi vakn­ar þú í 20 stiga hita í sól og blíðu á tjaldsvæðinu í Atla­vík í Hall­ormsstaðaskógi. Þá er hægt að fara yfir á Skriðuk­laust­ur og á Klaust­ur­kaffi á kaffi­hlaðborð. Svo get­ur þú keyrt inn Fljóts­dal­inn og kíkt á Óbyggðasetrið. Þar er ótrú­lega skemmti­leg sýn­ing um hvernig Íslend­ing­ar bjuggu. Hengi­foss er í ná­grenn­inu en hann er ótrú­lega fal­leg­ur foss og er mik­il upp­bygg­ing búin að eiga sér stað. Þetta er ekki erfið ganga en brött á köfl­um, það er bara hægt að taka tíma og njóta. Svo myndi ég stinga upp á því að fara í hrein­dýrag­arðinn á Vín­landi. Þar eru Garp­ur og Mosi sem fund­ust sem kálf­ar uppi á fjalli fyr­ir tveim­ur, þrem­ur árum þegar þeir urðu viðskila við móður sína. Þeir voru sett­ir í at­hvarf og búa nú á Vín­landi. Gest­ir geta gefið þeim að borða eða drekka og geta gest­ir kom­ist þarna í ná­lægð við hrein­dýr­in en þau eru sérstaða Aust­ur­lands.

Við erum með fullt af frá­bær­um veit­inga­stöðum á Eg­ils­stöðum eins og Niel­sen sem kokk­ur­inn Kári rek­ur. Hann er sömu­leiðis bú­inn að taka yfir Salt þar sem er meiri bistro-stemn­ing. Svo lok­ar þú kvöld­inu í Vök þar sem þú tek­ur inn kvöld­sól­ina.“

Það er skemmtilegt að skoða hreindýrin Garp og Mosa á …
Það er skemmti­legt að skoða hrein­dýr­in Garp og Mosa á ferðalag­inu. Ljós­mynd/​Fann­ar Magnús­son
Sigfinnur mælir með því að gera sér ferð að Hengifossi.
Sig­finn­ur mæl­ir með því að gera sér ferð að Hengi­fossi. Ljós­mynd/Þ​rá­inn Kol­beins­son

Áttu upp­á­halds­nátt­úruperlu á svæðinu?

„Já, nokkr­ar. Hafn­ar­hólmi á Borg­ar­f­irði eystri. Ég held að það sé án vafa besti staður­inn á Íslandi til að kom­ast í snert­ingu við lunda. Það er búið að byggja göngu­stíg í gegn­um varpið þeirra. Þeir eru bara nokkr­um metr­um frá þér. Stapa­vík sömu­leiðis á leiðinni frá Héraðsflóa er ótrú­lega skemmti­leg göngu­leið. Hún er stutt, ég held að hún sé fimm kíló­metr­ar aðra leið, ágæt­is dags­ganga. Ekki beint rosa­lega erfið. Svo get­ur maður ekki sleppt því að minn­ast á Stuðlagil. Svo er Hólma­nes mitt á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Þetta er fólkvang­ur sem er gam­an að ganga um með miklu fugla­lífi.“

Sig­finn­ur seg­ir Atla­vík lang­vin­sæl­asta tjaldsvæðið í lands­hlut­an­um. Hann bend­ir þó einnig á tjaldsvæðið í Fos­sár­dal í Beruf­irði sem hann seg­ir fal­legt. Tjaldsvæðin í bæj­un­um eru einnig mjög góð að sögn Sig­finns. „Ég mæli hik­laust með að fólk prófi eitt­hvað nýtt, ef það hef­ur tjaldað í Atla­vík þá mæli ég með að það prófi að tjalda í Norðfirði. Það er virki­lega fal­legt þar, Gerp­is­svæðið er til dæm­is mjög fal­legt svæði.“

Aðstaðan til lundaskoðunar á Borgarfirði eystri er einstök.
Aðstaðan til lunda­skoðunar á Borg­ar­f­irði eystri er ein­stök. Ljós­mynd/Þ​or­steinn Roy Jó­hanns­son

Ætlar að hlaupa um Aust­ur­land

Hvað ætl­ar þú að gera í sum­ar?

„Ég er hlaup­ari þannig að þetta snýst allt um hlaup. Hér fyr­ir aust­an erum við svo hepp­in að við erum með tvö góð ut­an­veg­ar­hlaup. Við erum með Dyr­fjalla­hlaupið sem er á Borg­ar­f­irði eystri, það hef­ur skap­ast helj­ar­inn­ar hátíð í kring­um hlaupið. Svo erum við í fyrsta sinn með Snæ­fells­hlaupið þar sem hlaupið er hring­inn í kring­um Snæ­fell en það er okk­ar næst­hæsta fjall og hæsta fjall utan jökla.“

Nærðu að njóta nátt­úr­unn­ar á hlaup­um?

„Maður sæk­ir sér kraft úr um­hverf­inu það þýðir ekk­ert að horfa niður á tærn­ar þó þetta sé erfitt. Sér­stak­lega í góðu veðri þegar maður er byrjaður að erfiða þá get­ur maður sótt kraft í um­hverfið og notið þess að hlaupa um og þeirra lífs­gæða að geta hlaupið í þessu fal­lega um­hverfi okk­ar,“ seg­ir Sig­finn­ur. Hann hef­ur verið dug­leg­ur að sækja fleiri hátíðir á svæðinu en hlaupa­hátíðir og nefn­ir meðal ann­ars Bræðsluna, LungA sem verður hald­in í síðasta skipti í ár og Franska daga.

Dyrfjallahlaupið. Sigfinnur ætlar að taka þátt í hlaupinu í ár.
Dyr­fjalla­hlaupið. Sig­finn­ur ætl­ar að taka þátt í hlaup­inu í ár. Ljós­mynd/Þ​or­steinn Roy Jó­hanns­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert