Hvar er besta veðrið fyrir tjaldútilegu helgarinnar?

Verður aftur bongó á Austurlandi?
Verður aftur bongó á Austurlandi? Ljósmynd/Unsplash/Patrick Hendry

Um síðustu helgi fyllt­ust tjaldsvæði á aust­ur­hluta lands­ins af sólþyrst­um Íslend­ing­um sem nutu þess að sjá loks­ins í ís­lensku sum­arsól­ina. En hvernig ætli spá­in sé fyr­ir næstu helgi?

Ferðavef­ur mbl.is tók sam­an þau fimm tjaldsvæði þar sem besta veðrin­un er spáð yfir helg­ina sam­kvæmt tjald­vef Bliku.

Stóra Sand­fell

Næst­kom­andi helgi er besta veðrinu spáð á tjaldsvæðinu Stóra-Sand­felli í Skriðdal sem staðsett er um 17 kíló­metra sunn­an við Eg­ilsstaði. Á föstu­dag­inn er reiknað með að það verði skýjað, 16°C og suðaust­an 5 m/​s. Á laug­ar­dag­inn á að vera al­skýjað, 10°C og norðaust­an 1 m/​s. Á sunnu­dag­inn er hins veg­ar reiknað með að sól­in láti aðeins sjá sig og það verði létt­skýjað, 16°C og suðvest­an 4 m/​s.

Tjaldsvæðið er staðsett í fal­legu skóg­lendi og þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, sal­erni og gjald­frjálsri sturtu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Besta veðrið um helgina á að vera á Austurlandi.
Besta veðrið um helg­ina á að vera á Aust­ur­landi. Ljós­mynd/​Storas­and­fell.is

Ásbrandsstaðir l

Næst­besta veðrinu er spáð á tjaldsvæðinu við Ásbrandsstaði sem er staðsett norðan­meg­in í Hofs­ár­dal. Á föstu­dag­inn er reiknað með því að það verði skýjað, 18°C og suðaust­an 2 m/​s. Á laug­ar­dag­inn er bú­ist við rign­ingu sem nem­ur 10 mm, 9°C og norðvest­an 3 m/​s. Á sunnu­dag­inn á hins veg­ar að vera skýjað, 15°C og suðvest­an 3 m/​s.

Á tjaldsvæðinu er hin fín­asta aðstaða, en þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, sal­erni, gjald­frjálsri sturtu og eld­un­araðstöðu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Á tjaldsvæðinu við Ásbrandsstaði á einnig að vera fínt veður …
Á tjaldsvæðinu við Ásbrandsstaði á einnig að vera fínt veður um helg­ina. Ljós­mynd/​East.is

Skipa­læk­ur 2

Á tjaldsvæðinu Skipa­læk í Fella­bæ, sem er í um þriggja kíló­metra fjar­lægð frá miðbæ Eg­ilsstaða, er einnig spáð fínu veðri um helg­ina. Á föstu­dag­inn er reiknað með því að það verði skýjað, 16°C og suðaust­an 6 m/​s. Á laug­ar­dag­inn á að vera al­skýjað, 9°C og norðan 1 m/​s. Á sunnu­dag­inn er svo bú­ist við að það verði skýjað, 16°C og suðvest­an 4 m/​s. 

Tjaldsvæðið er friðsælt í fal­legu um­hverfi, en þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, sal­erni og gjald­frjálsri sturtu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Tjaldsvæðið er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Egilsstöðum.
Tjaldsvæðið er í um þriggja kíló­metra fjar­lægð frá Eg­ils­stöðum. Ljós­mynd/​Tjalda.is

Flúðir

Góða veðrið virðist ætla að teygja sig frá Aust­ur­landi og yfir á Suður­land, en á tjaldsvæðinu á Flúðum er einnig reiknað með fínu veðri um helg­ina. Á föstu­dag­inn á að vera al­skýjað, 14°C og norðaust­an 1 m/​s. Á laug­ar­dag­inn er hins veg­ar reiknað með því að sól­in láti aðeins sjá sig, en þá er gert ráð fyr­ir að það verði skýjað, 16°C og norðan 1 m/​s. Á sunnu­dag­inn er svo aft­ur gert ráð fyr­ir að það verði al­skýjað, 11°C og vest­an 4 m/​s.

Tjaldsvæðið er staðsett við bakka Litlu Laxár á Flúðum. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, gjald­frjálsri sturtu og þvotta­vél. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Í gegn­um árin hef­ur tjaldsvæðið á Flúðum verið vin­sælt meðal …
Í gegn­um árin hef­ur tjaldsvæðið á Flúðum verið vin­sælt meðal ferðamanna. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Laug­ar­vatn

Á Laug­ar­vatni er spáð fínu úti­legu­veðri um helg­ina. Á föstu­dag er reiknað með að það verði skýjað, 14°C og suðaust­an 2 m/​s. Á laug­ar­dag á einnig að vera skýjað, en þá er spáð 15°C og aust­an 1 m/​s. Á sunnu­dag er svo reiknað með að það verði al­skýjað, 11°C og vest­an 4 m/​s.

Tjaldsvæðið á Laug­ar­vatni er skjólgott með fal­legu út­sýni. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, sturtu, raf­magni og sal­erni. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Spá­in á Laug­ar­vatni er fín um helg­ina.
Spá­in á Laug­ar­vatni er fín um helg­ina. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert