Hildur og Páll hamingjusöm í Frakklandi

Lífið er ljúft í Frakklandi!
Lífið er ljúft í Frakklandi! Samsett mynd

Það væs­ir ekki um of­urp­arið Hildi Sif Hauks­dótt­ur áhrifa­vald og Pál Orra Páls­son út­varps­mann, en þau eru stödd í suður­hluta Frakk­lands í töfr­andi sum­ar­fríi. 

Hild­ur Sif og Páll Orri hafa notið þess að ferðast sam­an í sum­ar, en þau voru ný­verið í Kaup­manna­höfn og áttu þar ljúf­ar stund­ir. Parið op­in­beraði sam­band sitt í fe­brú­ar síðastliðnum þegar Hild­ur Sif birti fal­lega af­mæliskveðju til Páls. 

Und­an­farna daga hef­ur Hild­ur Sif verið dug­leg að deila und­ur­fögr­um mynd­um frá ferðalagi þeirra í Frakklandi enda er um­hverfið þar sér­lega heill­andi. Parið hef­ur notið þess að liggja á strönd­inni og skoða sig um í Cann­es.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert