Upplifðu klifurleiðina upp á Everest með eigin augum

Everest er hæsta fjall í heimi.
Everest er hæsta fjall í heimi. AFP

Á dög­un­um birt­ist stór­brotið dróna­skot frá grunn­búðum upp á tind Ev­erest á Youtu­be-rás dróna­fram­leiðand­ans DJI. Mynd­bandið hef­ur vakið mikla lukku og þegar fengið yfir 1,6 millj­ón áhorf. 

Í mynd­skeiðinu ferðast áhorf­end­ur með drón­an­um upp fjallið og fá að upp­lifa klif­ur­leiðina upp á tind frá ótrú­legu sjón­ar­horni. 

Ev­erest er hæsta fjall í heimi og dreym­ir marga fjallagarpa um að klífa fjallið sem ligg­ur á landa­mær­um Nepals og Tíbets. Það er þó mik­il áskor­un að klífa fjallið og hafa yfir 340 manns lát­ist á fjall­inu frá því fyrstu ferðalög­in hóf­ust í kring­um 1920. 

Fyrstu menn­irn­ir sem toppuðu Ev­erest voru þeir Tenz­ing Norgay og Ed­mund Hillary, en þeir komust upp á topp fjalls­ins þann 29. maí 1953. Síðan þá hafa fjöl­marg­ir reynt við fjallið, en í des­em­ber 2023 höfðu 6.664 fjallagarp­ar toppað Ev­erest, og sum­ir þeirra oft­ar en einu sinni. 

Toppaði Ev­erest á 43 mín­út­um

Mynd­bandið er aðeins rúm­lega fjór­ar mín­út­ur að lengd, en það tók drón­ann um 43 mín­út­ur að fljúga 29.000 fet, eða rúma 8,3 kíló­metra, upp á tind Ev­erest. Sjón­arspilið er hreint út sagt magnað og veit­ir ein­staka inn­sýn í leiðina sem ligg­ur upp fjallið. 

„Æðis­legt, þetta sparaði mér þúsund­ir doll­ara og margra mánaða þjálf­un til að klífa Ev­erest! Núna get ég form­lega merkt við það á laupal­ist­an­um (e. bucket list) mín­um,“ skrifaði einn not­andi við mynd­bandið.

„Loks­ins ... í fyrsta skiptið er eig­in­lega klif­ur­leiðin frá Grunn­búðunum í heild sinni sýnd. Ég hef séð svo marg­ar heim­ild­ar­mynd­ir, mynd­bönd og mynd­ir en ekk­ert þessu líkt,“ skrifaði ann­ar.

Af um­mæl­um að dæma virt­ust not­end­ur yfir sig hrifn­ir af fram­tak­inu og hrósuðu fyr­ir­tæk­inu í há­stert fyr­ir að gera fleir­um kleift að sjá leiðina upp Ev­erest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert