Fern mistök þegar þú pakkar fyrir frí

Það þarf að skipuleggja sig vel þegar pakkað er niður …
Það þarf að skipuleggja sig vel þegar pakkað er niður fyrir flug. Ljósmynd/Colourbox

Það eru marg­ir á far­alds­fæti um þess­ar mund­ir og þá er gott að kunna að pakka al­menni­lega í tösk­ur. Sér­stak­lega þegar ferðinni er heitið er­lend­is. Condé Nast Tra­vell­er tók sam­an fern mis­tök sem er gott að forðast. 

Óskipu­lag

Það skipt­ir máli að skipu­leggja sig vel þegar pakkað er niður í ferðatösk­ur. Það er til dæm­is hægt að kaupa sér­stök hólf til þess að setja í tösk­ur og aðgreina þar með nær­föt, óhrein föt og skó. Með því að pakka skipu­lega má koma fleiri hlut­um ofan í litla tösku. 

Ekki gleyma ör­ygg­inu

Það kem­ur fyr­ir að ferðatösk­ur týn­ast og þá er gott að vera með lás eða jafn­vel staðsetn­ing­ar­tæki á tösk­unni. 

Að pakka of mörg­um hlut­um

Ekki bara kasta ein­hverju ofan í tösk­una kvöldið áður en þú ferð í flug. Það vill eng­inn þurfa að borga auka­gjald af því að task­an er of þung. Eins og áður sagði er gott að skipu­leggja sig vel auk þess er hægt að vigta tösk­una heima. 

Ekki gera lífið á flug­vell­in­um erfitt

Það er gott að vera til­bú­in með tæki og vökva í sér­stöku hólfi utan á tösk­unni. Þetta kem­ur í veg fyr­ir að þú þurf­ir að opna tösk­una og róta í henni í ör­ygg­is­röðinni. 

Ertu með staðsetningartæki á töskunni?
Ertu með staðsetn­ing­ar­tæki á tösk­unni? Ljós­mynd/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert