Lífið fyrir norðan er æðislegt

Halldór Óli Kjartansson er afar fróður þegar kemur að ferðalögum.
Halldór Óli Kjartansson er afar fróður þegar kemur að ferðalögum. Samsett mynd

Hall­dór Óli Kjart­ans­son, verk­efna­stjóri hjá Markaðsstofu Norður­lands, seg­ir óþrjót­andi mögu­leika í boði þegar kem­ur að góðri ferð um Norður­land. Að blanda sam­an sögu og nátt­úru er oft lyk­ill­inn að góðu ferðalagi

Hall­dór hef­ur búið á Ak­ur­eyri í tæp 20 ár. Hann flutti norður í skóla og hef­ur ekki flutt aft­ur enda kann hann ein­stak­lega vel við sig fyr­ir norðan. „Fljót­lega eft­ir að minni form­legu skóla­göngu lauk fór ég að starfa í skemmt­ana­brans­an­um og leidd­ist svo út í ferðaþjón­ustu sem er líka skemmti­leg. Ég er bú­inn að starfa hér hjá markaðsstofu Norður­lands síðan 2012. Að hitta fólk og ferðast um landið er lyk­ill­inn að minni ham­ingju,“ seg­ir Hall­dór.

Sakn­ar þú ekk­ert Reykja­vík­ur?

„Reykja­vík er fín en ég á heima hérna og finnst það æðis­legt. Það er líka alltaf svo gott veður hérna. Svo er líka veðrið yfir vetr­ar­tím­ann frá­bært. Það sem ger­ir okk­ur ein­stök er að það er snjór á vet­urna sem dæmi. Það sem líka held­ur í mann er öll sú afþrey­ing sem er hægt að stunda yfir vet­ur­inn en hún er ómet­an­leg, hvort sem það er að fara á skíði í öllu sín­um form­um eða annað,“ seg­ir Hall­dór. Hann tel­ur upp hinar ýmsu skíðateg­und­ir og minn­ist einnig á sleðaferðir, snjóþrúgu­göng­ur eða sleðahunda­ferðir sem hann seg­ir ein­staka upp­lif­un.

Sel­ir og Vatns­dals­hól­ar

Hall­dór mæl­ir með ferð fyr­ir meðal­fjöl­skyldu þar sem hann bland­ar sam­an bæði úti­veru og menn­ingu.

„Mér finnst mik­il­vægt að velja ekki bara einn áfangastað. Það eru frá­bær gisti­heim­ili út um allt og mér finnst frá­bært að finna sveitag­ist­ingu þar sem ég kemst með börn­in mín út í nátt­úr­una og get upp­lifað ein­hvers­kon­ar menn­ingu. Ef ég væri að fara norður myndi ég byrja á að stoppa á Hvammstanga, ég myndi byrja á að leita að sel­um – mér finnst það alltaf skemmti­legt. Fara fyr­ir Vatns­nes, það er frá­bært og þú þarft ekki að keyra lengi ef þú býrð í Reykja­vík. Ég myndi taka fyrsta dag­inn þar og ef þú vilt aðeins meiri lúx­us þá er gam­an að gista á Laug­ar­bakka. Það er eitt sverð sem stend­ur upp úr jörðinni á Laug­ar­bakka og er gam­an að sýna börn­un­um en það teng­ist vík­ing­um og Grett­is­sögu,“ seg­ir Hall­dór.

Gaman er að stoppa á Laugarbakka á leiðinni frá Reykjavík …
Gam­an er að stoppa á Laug­ar­bakka á leiðinni frá Reykja­vík til Ak­ur­eyr­ar. Ljós­mynd/​Markaðsstofa Norður­lands
Hægt er að koma við á Hvammstanga og kíkja á …
Hægt er að koma við á Hvammstanga og kíkja á sel­ina. Ljós­mynd/​Markaðsstofa Norður­lands

„Það sem er í upp­á­haldi hjá mér núna er að kíkja á Þrístapa í Vatns­dal en inni í Vatns­dal eru svo marg­ir hól­ar að þú get­ur ekki talið þá. Það er búið að setja stiga upp á einn hól. Þar sérðu yfir alla hól­ana. Það er ein­föld skemmti­leg afþrey­ing sem gef­ur þér nýja sýn á um­hverfið. Hinum meg­in við veg­inn get­ur þú stoppað á skemmti­leg­um án­ing­arstað þar sem fjallað er um síðustu af­tök­una á Íslandi og líka farið yfir af­tök­ur í heim­in­um,“ seg­ir Hall­dór en Hannah Kent skrifaði bók­ina Náðar­stund við mikl­ar vin­sæld­ir út frá sög­unni um síðustu af­tök­una.

„Svo er líka rosa­lega gam­an að kíkja inn í Skaga­fjörð og til dæm­is fara í Kaup­fé­lagið og kaupa sér það sem mann vant­ar. Það er allt til þar, það er alltaf mjög skemmti­legt. Ef fólk vill fara í smá æv­in­týri er gam­an að skella sér út í Drang­ey.“

Vatnsdalshólar.
Vatns­dals­hól­ar. Ljós­mynd/​Markaðsstofa Norður­lands

Baðferðir mik­il­væg­ar á ferðalög­um

Baðlón­um hef­ur fjölgað mikið og eru þau í miklu upp­á­haldi hjá Hall­dóri og fjöl­skyldu.

„Böðin eru alltaf að verða sterk­ari og sterk­ari. Ég fór alltaf í sund sem krakki en eft­ir að börn­in mín urðu aðeins eldri höf­um við reynt að prófa öll böð á land­inu sam­an, hvort sem það heit­ir Bláa lónið eða Skóg­ar­böð. Ég mæli með því að leyfa börn­un­um að prófa þau. Þetta kost­ar vissu­lega eitt­hvað aðeins en þetta er ekki dýr afþrey­ing miðað við margt sem er hægt að kaupa. Þetta er alltaf eitt­hvað sem pass­ar svo vel inn í ferðalagið og er alltaf opið lengi. Að enda dag­inn í góðu baði. Börn­in mín merkja það að þegar við för­um til Húsa­vík­ur þá er svo gam­an að finna salt­bragðið af vatn­inu. Svo fara þau í Jarðböðin á Mý­vatni og þá er gam­an að stinga höfðinu ofan í og láta sig hverfa. Svo búum við á Ak­ur­eyri þannig að það er ofsa­lega gam­an að fara í Skóg­ar­böðin og sér­stak­lega í júní þegar við erum með miðnæt­ur­sól­ina. Fólk fær kannski nýja sýn á Ak­ur­eyri.“

Skógarböðin.
Skóg­ar­böðin. Ljós­mynd/​Markaðsstofa Norður­lands

Eitt­hvað fyr­ir alla

Hall­dór seg­ir ágætt að gefa sér um tvo daga til að koma sér norður á Ak­ur­eyri sé miðað við að höfuðborg­ar­svæðið sé byrj­un­ar­reit­ur­inn. Það er síðan fjöl­margt hægt að gera þegar á Ak­ur­eyri er komið og gera út frá höfuðstað norðurs­ins. Hann mæl­ir með Jóla­hús­inu og Hæl­inu sem er set­ur um sögu berkl­anna. Hann mæl­ir með sundi í Hrafnagili og fyr­ir hjólareiðafólk mæl­ir hann með því að hjóla Eyja­fjarðar­hring­inn. Fyr­ir fjalla­hjóla­fólk er hægt að hjóla í Hlíðarfjalli og Kjarna­skógi og nýta lyft­urn­ar í fjall­inu.

Jólahúsið er alltaf skemmtilegt, líka á sumrin.
Jóla­húsið er alltaf skemmti­legt, líka á sumr­in. Ljós­mynd/​Markaðsstofa Norður­lands

„Það hafa ekki öll farið á sjó og við erum þekkt fyr­ir það á okk­ar svæði bæði í Eyjaf­irði og á Skjálf­anda. Það eru fjöl­mörg fyr­ir­tæki sem bjóða upp á ferðir bæði í hvala­skoðun og sjó­stöng og fyr­ir þá sem vilja heim­sækja eyju þá eru sam­göng­ur til Hrís­eyj­ar frá­bær­ar. Þar er gott að borða og gott að fara í sund og sjó­sund.

Halldór mælir með því að prófa að fara á sjóstöng.
Hall­dór mæl­ir með því að prófa að fara á sjó­stöng. Ljós­mynd/​Markaðsstofa Norður­lands
Það er skemmtilegt að fara í hvalaskoðun.
Það er skemmti­legt að fara í hvala­skoðun. Ljós­mynd/​Markaðsstofa Norður­lands
Það tekur örstutta stund að skreppa til Hríseyjar.
Það tek­ur ör­stutta stund að skreppa til Hrís­eyj­ar. Ljós­mynd/​r/​Markaðsstofa Norður­lands

Eitt sem Hall­dór ger­ir þegar hann fer í ferðalag er að skoða hvaða hátíðir eru í gangi. Hann seg­ir flest­ar bæj­ar­hátíðir fjöl­skyldumiðaðar og því get­ur verið sniðugt að nýta slík tæki­færi til að upp­lifa eitt­hvað meira.

Að fara beina leið er ekki alltaf rétta leiðin. „Til dæm­is ef þú ert að keyra hring­inn þá mæli ég með því að keyra eft­ir strand­lengj­unni, það er líka gam­an að gera það fyr­ir vest­an, í staðinn fyr­ir að taka þjóðveg 1. Þá er maður með út­sýnið og með aðra sýn á landið. Þegar þú ferð aust­ur fyr­ir sléttu og heim­skauts­gerðið á Raufar­höfn. Það er stopp sem mörg tengja við. Þetta minn­ir eitt­hvað á Star Wars.“

Heimskautsgerðið á Raufarhöfn er engu líkt.
Heim­skauts­gerðið á Raufar­höfn er engu líkt. Ljós­mynd/​Markaðsstofa Norður­lands

Ásbyrgi og Mý­vatns­sveit

Það er mikið um stór­feng­lega staði á Norður­landi eins og Detti­foss en Hall­dór seg­ir vin­um sín­um að það sé ógleym­an­legt að berja Detti­foss aug­um.

„Þetta er upp­lif­un sem þú gleym­ir ekki, þetta er afl­mesti foss í Evr­ópu. Þú ert smá­stund að ganga að hon­um. Marg­ir foss­ar eru aðgengi­leg­ir, sem er gott, en þú sérð Detti­foss ekki strax. Það er búið að byggja nokkra palla á mis­mun­andi hæðum svo þú kemst ná­lægt foss­in­um og krökk­um finnst gam­an að heyra drun­urn­ar og fara ná­lægt í ör­uggu um­hverfi og verða blaut og finna fyr­ir nátt­úru­öfl­un­um.

Dettifoss er stórkostlegur foss.
Detti­foss er stór­kost­leg­ur foss. Ljós­mynd/​Markaðsstofa Norður­lands

Þá get­ur þú farið í Ásbyrgi og þá er gam­an að labba inn í botn og heyra berg­málið. Svo er Mý­vatns­sveit­in frá­bær eins og kannski flest þekkja. Ef maður vill gera vel við sig eins og til dæm­is að fara í fjór­hjóla­ferð þá eru til rosa­lega skemmti­lega ferðir. Þetta eru ekki þess­ar æv­in­týra­ferðir, þetta eru ferðir til þess að kom­ast á staði sem þú viss­ir ekki af. Þær eru með leiðsögn heima­fólks. Þetta er ekki jaðarsport held­ur ferðir sem öll fjöl­skyld­an get­ur tekið þátt í,“ seg­ir Hall­dór.

Hall­dór mæl­ir með:

  • Norður­strand­ar­leið – hring­ur með minna sótt­um svæðum.
  • Dvelja á fleiri en ein­um stað.
  • Blönduósi eft­ir að þjóðveg­ur­inn var færður.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert