Brynja Dan og Jóhann leigja glæsihúsið út á Airbnb

Brynja Dan Gunnarsdóttir og Jóhann Sveinbjörnsson hafa sett glæsilegt parhús …
Brynja Dan Gunnarsdóttir og Jóhann Sveinbjörnsson hafa sett glæsilegt parhús sitt á útleiguvef Airbnb. Samsett mynd

Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Garðabæ og einn af eig­end­um Extral­opp­unn­ar, og kær­asti henn­ar Jó­hann Svein­björns­son hafa sett glæsi­legt par­hús sitt í Garðabæ á út­leigu­vef­inn Airbnb

Fram kem­ur í aug­lýs­ing­unni að húsið sé ný­upp­gert og rúmi allt að tíu gesti hverju sinni, en það stát­ar af fimm svefn­her­bergj­um og tveim­ur baðher­bergj­um. Þá kem­ur einnig fram að frá hús­inu sé stór­kost­legt út­sýni yfir hraunið og að for­seta­bú­staðnum á Bessa­stöðum.

Húsið er fallega hannað bæði að innan og utan.
Húsið er fal­lega hannað bæði að inn­an og utan. Ljós­mynd/​Airbnb.com
Stórir gluggar og mikil lofthæð gefa eigninni glæsibrag.
Stór­ir glugg­ar og mik­il loft­hæð gefa eign­inni glæsi­brag. Ljós­mynd/​Airbnb.com

Í sept­em­ber 2022 var greint frá því á Smartlandi að Brynja og Jó­hann væru nýtt par. Þau festu svo kaup á par­hús­inu í maí 2023 og hafa komið sér afar vel fyr­ir þar ásamt fjöl­skyldu sinni.

Hlý­leg litap­all­etta úr nátt­úr­unni ræður ríkj­um

Brynja og Jó­hann réðust í heil­mikl­ar fram­kvæmd­ir þegar þau fengu húsið af­hent og hafa í dag inn­réttað eign­ina á sér­lega fal­leg­an máta. Mjúk­ir og hlý­leg­ir litatón­ar og áferð úr nátt­úr­unni ráða ríkj­um í hús­inu og hef­ur hver hlut­ur verið val­inn þar inn af kost­gæfni. 

Ekki kem­ur fram á vefsíðunni hvað nótt­in í hús­inu kost­ar, en hins veg­ar hafa þau sett sjö nátta lág­mark á bók­an­ir á hús­inu. 

Hjónaherbergi með sérbaðherbergi er á neðri hæðinni, en þar er …
Hjóna­her­bergi með sérbaðher­bergi er á neðri hæðinni, en þar er afar nota­leg stemn­ing. Ljós­mynd/​Airbnb.com
Notalegri aðstöðu hefur verið komið fyrir á viðarverönd á neðri …
Nota­legri aðstöðu hef­ur verið komið fyr­ir á viðar­ver­önd á neðri hæð húss­ins. Ljós­mynd/​Airbnb.com
Eldhúsið er með góðu skápa- og vinnuplássi ásamt glæsilegri eyju.
Eld­húsið er með góðu skápa- og vinnuplássi ásamt glæsi­legri eyju. Ljós­mynd/​Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert