Búverk fyrri tíðar og fróðleikur á skemmtilegum Ferguson-degi

Á Hvanneyri er í senn fræðslu- og sögusetur íslensks landbúnaðar.
Á Hvanneyri er í senn fræðslu- og sögusetur íslensks landbúnaðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Næst­kom­andi laug­ar­dag, 10. ág­úst, verður svo­nefnd­ur Fergu­son-dag­ur á Land­búnaðarsafni Íslands á Hvann­eyri í Borg­ar­f­irði. Þenn­an dag verða fé­lag­ar í Fergu­son­fé­lag­inu með viðveru á safn­inu, sinna reglu­legu viðhaldi og segja frá vél­un­um. Ef veður leyf­ir verða vél­ar tekn­ar út og viðraðar. Auk þess eru aðrir eig­end­ur gam­alla drátt­ar­véla og tækja hvatt­ir til að koma með sín­ar vél­ar á svæðið.

Einnig verður kynn­ing á glæ­nýrri bók Bjarna Guðmunds­son­ar, Bú­verk og breytt­ir tím­ar, en þessi bók bæt­ist við fjölda annarra áður út­kom­inna bóka Bjarna um land­búnaðar­sögu lands­ins. Þarna hef­ur hann sett sam­an mik­inn fróðleik um ýmis þau bú­verk sem sum hver eru al­veg horf­in og önn­ur hafa breyst mikið.

Á laug­ar­dag verður sömu­leiðis kaffi­hlaðborð Kven­fé­lags­ins 19. júní í Skemm­unni, elsta hús­inu á Hvann­eyr­arstað. Reynsl­an sýn­ir að það er ekki síður kaffi­hlaðborðið sem dreg­ur fólk á staðinn. Auk þessa verður sveita­markaður í hlöðu Hall­dórs­fjóss – sem er hluti af rými safns­ins. Þar munu ýms­ir fram­leiðend­ur selja margt gott og gagn­legt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert