Hvar er besta veðrið fyrir tjaldútilegu helgarinnar?

Kemur sumarið í ágúst?
Kemur sumarið í ágúst? Ljósmynd/Pexels/Cliford Mervil

Und­an­farna daga hef­ur svo­lít­ill haust­fíl­ing­ur verið yfir land­inu, en þrátt fyr­ir það vilja sum­ir halda í von­ina um að sum­arið láti loks­ins sjá sig al­menni­lega í ág­úst. 

Ferðavef­ur mbl.is tók því sam­an þau fimm tjaldsvæði á land­inu þar sem besta veðrinu er spáð sam­kvæmt tjald­vef bliku. Það verður kannski ekki stutt­buxna- og hlýra­bola­veður um helg­ina, en besta veðrinu er þó spáð á Suður­landi og sú gula gæti látið sjá sig eitt­hvað á sunnu­dag­inn. 

Gaddstaðaflat­ir

Besta veðrinu er spáð á Gaddstaðaflöt­um við Hellu. Á föstu­dag­inn er reiknað með að það verði al­skýjað, 10°C, úr­koma sem nem­ur 10 mm og norðvest­an 1 m/​s. Á laug­ar­dag­inn á einnig að vera al­skýjað, en þá er spáð 9°C, úr­komu sem nem­ur 8 mm og suðaust­an 3 m/​s. Besta veðrið á hins veg­ar að vera á sunnu­dag­inn, en þá gæti sól­in látið sjá sig eitt­hvað og er reiknað með 11°C, úr­komu sem nem­ur 1 mm og norðvest­an 2 m/​s. 

Gaddstaðaflat­ir eru hluti af hesta­manna­svæðinu við Hellu, en þar er hið fræga Lands­mót hesta­manna reglu­lega haldið. Tjaldsvæðið er rúm­gott,en þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, sal­erni og eld­un­araðstöðu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu. 

Tjaldsvæðið er hluti af hestamannasvæðinu við Hellu.
Tjaldsvæðið er hluti af hesta­manna­svæðinu við Hellu. Ljós­mynd/​Gonow.is

Flúðir

Næst­besta veðrinu er spáð á Flúðum. Á föstu­dag­inn er gert ráð fyr­ir að það verði al­skýjað, 11°C, úr­koma sem nem­ur 4 mm og norðan 2 m/​s. Laug­ar­dag­ur­inn á að vera aðeins vætu­sam­ari, en þá er spáð 9°C, úr­komu sem nem­ur 5 mm og sunn­an 1 m/​s. Á sunnu­dag­inn er hins veg­ar reiknað með að það verði aðeins bjart­ara, en þá mun mögu­lega glitta eitt­hvað í þá gulu og spáð 12°C, úr­komu sem nem­ur 1 mm og logni.

Tjaldsvæðið er staðsett við bakka Litlu Laxár á Flúðum. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, gjald­frjálsri sturtu og þvotta­vél. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Tjaldsvæðið á Flúðum hefur verið vinsælt meðal ferðamanna í gegnum …
Tjaldsvæðið á Flúðum hef­ur verið vin­sælt meðal ferðamanna í gegn­um árin. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Hvolsvöll­ur

Á Hvols­velli er einnig spáð sæmi­legu veðri um helg­ina, en þar á hins veg­ar að vera al­skýjað alla helg­ina. Á föstu­dag­inn er spáð 10°C, úr­komu sem nem­ur 10 mm og vest­an 2 m/​s, á laug­ar­dag­inn er spáð 9°C, úr­komu sem nem­ur 7 mm og sunn­an 3 m/​s og á sunnu­dag­inn er spáð 11°C, úr­komu sem nem­ur 1 mm og norðvest­an 2 m/​s.

Tjaldsvæðið á Hvols­velli er rúm­gott og þaðan er stutt í alla þjón­ustu. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, sturtu, þvotta­vél, sal­erni og eld­un­araðstöðu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Tjaldsvæðið á Hvolsvelli er gamalgróið svæði sem tekið var í …
Tjaldsvæðið á Hvols­velli er gam­al­gróið svæði sem tekið var í notk­un árið 1980. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Árnes

Í Árnesi á veðrið einnig að vera sæmi­legt um helg­ina, en eins og á Hvols­velli er reiknað með að það verði al­skýjað alla dag­ana. Á föstu­dag­inn er spáð 11°C, úr­komu sem nem­ur 8 mm og norðaust­an 2 m/​s, á laug­ar­dag­inn er spáð 9°C, engri úr­komu og suðaust­an 2 m/​s. Á sunnu­dag­inn er svo spáð 10°C, engri úr­komu og norðan 1 m/​s.

Tjaldsvæðið stend­ur við mynni Þjórsár­dals sem þykir með feg­urstu svæðum lands­ins. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni og gjald­frjálsri sturtu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Árnes stendur við mynni Þjórsárdals.
Árnes stend­ur við mynni Þjórsár­dals. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Reykja­vík

Ágætis­veðri er spáð á tjaldsvæðinu í Reykja­vík um helg­ina. Þar er reiknað með að það verði al­skýjað alla helg­ina, en á föstu­dag­inn er spáð 10°C, úr­komu sem nem­ur 4 mm og norðan 2 m/​s. Á laug­ar­dag­inn er spáð 9°C, engri úr­komu og suðaust­an 5 m/​s og á sunnu­dag­inn er spáð 9°C, engri úr­komu og logni.

Tjaldsvæðið er við hliðina á Laug­ar­dals­laug, en þaðan er stutt í ýmsa þjón­ustu og afþrey­ingu. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, sturtu, sal­erni og eld­un­araðstöðu.

Tjaldsvæðið er staðsett í Laugardalnum.
Tjaldsvæðið er staðsett í Laug­ar­daln­um. Ljós­mynd/​Fer­da­lag.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert