Simmi Vill og Hafrún ástfangin í háloftunum

Sigmar sofnaði stuttu eftir að vélin tók á loft.
Sigmar sofnaði stuttu eftir að vélin tók á loft. Samsett mynd

Sig­mar Vil­hjálms­son, at­hafna- og út­varps­maður­inn, er mætt­ur til München ásamt kær­ustu sinni Hafrúnu Hafliðadótt­ur. Parið ætl­ar að njóta helgar­inn­ar í þýsku borg­inni í til­efni af af­mæli Hafrún­ar, en hún fagnaði 33 ára af­mæli sínu í gær­dag. 

Bæði deildu þau mynd­um af sér úr flug­vél­inni á In­sta­gram Story fyrr í dag. 

Spáð er rign­ingu og varað við þrum­um og eld­ing­um í þýsku borg­inni næstu daga og býður slíkt veður ein­ung­is uppá huggu­leg­heit á hót­el­inu.

Sig­mar og Hafrún op­in­beruðu sam­band sitt með færslu á sam­fé­lags­miðlasíðunni í síðasta mánuði en þá voru þau stödd í sól­ríku fríi á Spáni. 

Sig­mar greindi frá leyni­legu ást­ar­sam­bandi í hlaðvarpsþætti sín­um 70 mín­út­ur í fe­brú­ar en nafn­greindi ekki kon­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert