Yfir sig ástfangin á afmælisdaginn

Samsett mynd

Kylie Jenner, raun­veru­leika­stjarna og viðskipta­kona, fagnaði 27 ára af­mæli sínu með kær­asta sín­um, leik­ar­an­um Timot­hée Chala­met, á dög­un­um. Parið fagnaði ásamt nokkr­um góðum vin­um um borð í lúx­ussnekkju við strend­ur Bahama­eyja.

Jenner og Chala­met hafa verið par frá því í apríl á síðasta ári og að sögn heim­ild­ar­manns þá geng­ur sam­bandið eins og í sögu. Þau eru sögð elska hvort annað afar heitt.

„Hún er ótrú­lega ham­ingju­söm með hon­um og hef­ur aldrei verið jafn ást­fang­in. Chala­met er frá­bær fyr­ir hana,“ sagði heim­ild­armaður við tíma­ritið People

Jenner og Chala­met hafa að mestu haldið sam­bandi sínu burt frá for­vitn­um aug­um al­menn­ings og deila ekki mynd­um hvort af öðru á sam­fé­lags­miðlasíðum sín­um.

Raun­veru­leika­stjarn­an deildi ör­fá­um mynd­um frá af­mæl­is­deg­in­um með fylgj­end­um sín­um, sem telja tæp­lega 400 millj­ón­ir, á In­sta­gram en eng­in þeirra sýndi Chala­met. Jenner náði þó mynd af eld­ingu sem sló niður ná­lægt bátn­um á sjálf­an af­mæl­is­dag­inn. 

Jenner fagnaði afmælinu fáklædd.
Jenner fagnaði af­mæl­inu fá­klædd. Skjá­skot/​In­sta­gram
Eldingu sló niður á afmælisdaginn.
Eld­ingu sló niður á af­mæl­is­dag­inn. Skjá­skot/​In­sta­gram



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert