Myndband: Í návígi við hnúfubak í Reynisfjöru

Ferðamenn í Reynisfjöru fengu óvænta hvalaskoðun á dögunum.
Ferðamenn í Reynisfjöru fengu óvænta hvalaskoðun á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Marga ferðalanga dreym­ir um að sjá hval með ber­um aug­um í Íslands­ferð sinni. Ljós­mynd­ar­inn Al­ina Ru­dya var hins veg­ar ekki að bú­ast við því að fá draum­inn upp­fyllt­an þegar hún heim­sótti Reyn­is­fjöru í Mýr­dal þann 12. ág­úst síðastliðinn, ekki frek­ar en aðrir ferðalang­ar sem stóðu agndofa á strönd­inni og fylgd­ust með hnúfu­bak synda meðfram strönd­inni. 

Ru­dya birti mynd­skeið af at­vik­inu á TikT­ok-reikn­ingi sín­um og hef­ur það hlotið þó nokkra at­hygli. „Sjón­ar­horn: Þú heim­sæk­ir hina frægu svörtu strönd Íslands og hnúfu­bak­ur læt­ur óvænt sjá sig,“ skrifaði hún við mynd­bandið. 


Fé­lags­lynd­ar ver­ur sem hræðast ekki fólk 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hnúfu­bak­ur læt­ur sjá sig í Reyn­is­fjöru, en hval­ina má sjá allt í kring­um Ísland, þá sér­stak­lega á sumr­in. Hnúfu­bak­ar eru sagðir fé­lags­lynd­ar ver­ur sem hræðast ekki fólk, en Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir, lektor í líf­fræði við Há­skóla Íslands og hvala­sér­fræðing­ur, ræddi um hvala­teg­und­ina í sam­tali við mbl.is í sum­ar þegar um tíu hnúfu­bak­ar spókuðu sig við höfn­ina í Borg­ar­f­irði eystri.

„Þetta er ekk­ert alóvana­legt en þetta er eina stór­hvala­teg­und­in, hér í þess­um hluta heims­ins get­um við sagt eða alla­vega í kring­um Ísland, sem á það til að koma inn í mikl­ar grynn­ing­ar ef það er ein­hverja girni­lega fæðu að hafa,“ sagði Edda. 

Þá eru á bil­inu 11.000 til 15.000 hnúfu­bak­ar sem halda sig við Íslands­strend­ur og teygja sig til Græn­lands og Fær­eyja, en að sögn Eddu virðist sem svo að stofn­inn sé stöðugur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert