102 ára fallhlífastökkvari deilir leyndarmálinu að langlífi

Með stökkinu varð Manette Baillie elsti fallhlífastökkvari Bretlands.
Með stökkinu varð Manette Baillie elsti fallhlífastökkvari Bretlands. Ljósmynd/Tom Fisk/Pexels

Hin breska Manette Baillie frá Englandi fagnaði 102 ára af­mæli sínu á dög­un­um með því að skella sér í fall­hlíf­a­stökk. Með stökk­inu varð hún elsti fall­hlíf­a­stökkvari Bret­lands en einnig safnaði hún áheit­um fyr­ir tæp­lega 2.000.000 króna sem hún ætl­ar að gefa til góðgerðarsam­taka. 

Baillie, sem sinnti herþjón­ustu í kvenna­deild kon­ung­legra sjó­liða í seinni heimstyrj­öld­inni, hef­ur sjald­an ótt­ast það að taka áhættu í líf­inu. Hún hélt til dæm­is upp á 100 ára af­mælið sitt með því að hoppa upp í Ferr­ari-sport­bíl á aðal Formúlu-1-braut Brit­ish Grad Prix-keppn­inn­ar þar sem hún brunaði á 210 km/​klst.

Í sam­tali við New York Post deildi hún leynd­ar­mál­um sín­um að lang­lífi. 

„Þú verður alltaf að sækj­ast eft­ir því að læra eitt­hvað nýtt,“ sagði Ballie á meðan hún gerði sig til­búna fyr­ir flugið. „Ég var einu sinni gift fall­hlíf­ar­her­manni en ég hef aldrei stokkið með fall­hlíf sjálf.“

Hafði fulla trú á sjálfri sér

Ballie var full­viss um að hún gæti farið í fall­hlíf­a­stökk eft­ir að hún frétti að 85 ára gam­all faðir vin­konu henn­ar hefði ný­lega lokið sínu fyrsta stökki. Hún bæt­ir því við að hún sé þakk­lát fyr­ir að vera í góðu formi miðað við ald­ur. 

Mik­ill fjöldi fólks fylgd­ist með Ballie á jörðu niðri, þar á meðal fjöl­skylda henn­ar og vin­ir sem virt­ust með meiri hnút í mag­an­um en stökkvar­inn sjálf­ur. 

„Þegar hurðin opnaðist þá hugsaði ég: „Það er ekk­ert sem ég get gert eða sagt, bara hoppaðu,“ sagði Ballie í sam­tali við Sky News. „Ég hef greini­lega stokkið, ég man að fæt­urn­ir voru kom­ir út og svo varð allt í hálf­gerðri móðu. Ég lokaði aug­un­um. Við virt­umst fara mjög hratt.“

Vil­hjálm­ur prins sendi Bellie ham­ingjuósk­ir

Eft­ir stökkið fékk Bellie ham­ingjuósk­ir frá Vil­hjálmi Prins sem skrifaði henni fal­lega kveðju frá hon­um og Katrínu Prins­essu. 

„Vit­andi að þú fagnaðir 100 ára afæli þínu með því að bruna á Ferr­ari í kring­um Sil­verst­one, þá kem­ur þetta okk­ur ekki á óvart!,“ skrif­ar Vil­hjálm­ur til Ballie.

Í sam­tali við út­varps­stöð BBC seg­ir Ballie að hún hefði ekki getað lifað svona lengi án þess að vera um­kringd fólk­inu sem hún elsk­ar.

„Haldið ykk­ur upp­tekn­um, hafið áhuga á öllu, verið góð við þau sem eru í kring­um ykk­ur og leyfið þeim að vera góð við ykk­ur,“ ráðlagði hún hlust­end­um. „Og ekki gleyma að fara í partí.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert