5 evrópskir áfangastaðir fyrir sólþyrsta Íslendinga í haust

Á listanum eru spennandi áfangastaðir sem bjóða upp á sólríka …
Á listanum eru spennandi áfangastaðir sem bjóða upp á sólríka daga á haustin. Samsett mynd

Íslenska veðrið fékk ekki mörg rokk­stig í sum­ar og eru sum­ir enn að bíða eft­ir sumr­inu. Hins veg­ar eru aðrir sem ætla ekki að láta veðrið hafa meiri áhrif á sig og ætla að skella sér út í sól­ina í haust. 

Ferðasér­fræðing­arn­ir hjá Condé Nast Tra­vell­er tóku sam­an á dög­un­um lista yfir bestu áfangastaðina í októ­ber fyr­ir sólþyrsta ferðalanga, en þess­ir staðir ættu að hitta beint í mark hjá Íslend­ing­um enda bjóða þeir upp á sól, hlýju og sum­ar­lega stemn­ingu. 

Kýp­ur

Á Kýp­ur er sum­ar og sól allt árið um kring sem ger­ir eyj­una að full­komn­um áfangastað í októ­ber. Á haust­in eru dag­arn­ir al­mennt sól­rík­ir og heit­ir – það er því nauðsyn­legt að taka sund­föt­in með enda get­ur hit­inn farið upp í allt að 27°C.

Í Kýpur er sumar allan ársins hring.
Í Kýp­ur er sum­ar all­an árs­ins hring. Ljós­mynd/​Unsplash/​Dyom­ir Kalait­sev

Sikiley

Haust­in eru til­val­inn tími til að heim­sækja Sikiley á Ítal­íu. Í októ­ber er and­rúms­loftið orðið ró­legra eft­ir anna­samt sum­ar, en það er þó enn hægt að stinga sér til sunds og fylla á d-víta­mín birgðirn­ar þar sem hit­inn get­ur farið upp í allt að 22°C.

Það er ekki erfitt að falla fyrir Sikiley á Ítalíu.
Það er ekki erfitt að falla fyr­ir Sikiley á Ítal­íu. Ljós­mynd/​Unsplash/​Don Fontijn

Malta

Í Miðjarðar­haf­inu leyn­ist spenn­andi áfangastaður, Malta, sem býr yfir áhuga­verðri sögu og menn­ingu. Í höfuðborg­inni, Vall­etta, finn­ur þú eina feg­urstu höfn heims, en í Möltu finn­ur þú einnig spenn­andi veit­ingastaði og lista­senu. Í októ­ber get­ur hit­inn farið upp í allt að 25°C svo það er mik­il­vægt að pakka sum­ar­leg­ustu föt­un­um með.

Malta býður upp á margt spennandi.
Malta býður upp á margt spenn­andi. Ljós­mynd/​Unsplash/​Jos­hua Kettle

Ibiza

Það er ekki síður heill­andi að heim­sækja töfr­andi strend­ur, spenn­andi göngu­leiðir og ein­staka stemn­ingu á Ibiza á haust­in. Októ­ber­mánuður er í upp­á­haldi hjá mörg­um á eyj­unni, en haust­in þykja sér­lega mild og ljúf þar sem hit­inn get­ur farið upp í allt að 23°C.

Haustin eru ljúf á Ibiza, og þá sérstaklega októbermánuður.
Haust­in eru ljúf á Ibiza, og þá sér­stak­lega októ­ber­mánuður. Ljós­mynd/​Unsplash/​Ferr­an Feixas

Lanzarote

Mörg­um þykir Lanzarote feg­urst af Kana­ríeyj­un­um, en þar finn­ur þú ein­stakt lands­lag, merki­leg­an arki­tekt­úr og heill­andi strend­ur sem gleðja augað. Það besta er þó að sum­arið fer aldrei af eyj­unni, en í októ­ber get­ur hit­inn farið upp í allt að 26°C.

Lanzarote býður upp á magnað eldfjallalandslag.
Lanzarote býður upp á magnað eld­fjalla­lands­lag. Ljós­mynd/​Unsplash/​Madakalico
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert