Þetta eru köldustu áfangastaðir í heimi

Á listanum finnur þú nokkra af köldustu áfangastöðum heims!
Á listanum finnur þú nokkra af köldustu áfangastöðum heims! Samsett mynd

Okk­ur Íslend­inga dreym­ir oft um frí á suðræn­um og sól­rík­um slóðum, enda fáum við flest al­veg nóg af kuld­an­um yfir vetr­ar­tím­ann. Suma dreym­ir þó um að heim­sækja enn kald­ari staði þar sem snjór, frost og magnað lands­lag skap­ar ein­stakt and­rúms­loft. 

Á dög­un­um birt­ist grein á vef Lonely Pla­net þar sem köld­ustu áfangastaðir í heimi voru tekn­ir sam­an – þess­ir staðir eru fyr­ir þá allra hörðustu!

Suður­skautslandið

Suður­skautslandið lík­ist helst ann­arri plán­etu þar sem ís­breiðurn­ar þekja yf­ir­borðið og skapa ótrú­legt sjón­arspil. Marga dreym­ir um að heim­sækja Suður­skautslandið ein­hvern tím­ann á æv­inni.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Getty

Longye­ar­byen

Longye­ar­byen er nyrsti byggði staður­inn í heim­in­um og höfuðborg Sval­b­arða í Nor­egi. Það er svo snjóþungt í bæn­um að oft­ast þarf að nota vélsleða til að kom­ast á milli staða. Þar get­ur þú upp­lifað ein­stakt dýra­líf og guðdóm­leg norður­ljós. 

Ljós­mynd/​Unsplash/​Jacek Urbanski

Ittoqqortoormiit

Á aust­ur­strönd Græn­lands er að finna eina af­skekkt­ustu byggð heims í bæn­um Ittoqqortoormiit. Þar er framúrsk­ar­andi dýra­líf og skammt frá er stærsti þjóðgarður heims, Norðaust­ur-Græn­land. 

Ljós­mynd/​Unsplash/​Rod Long

Denali-þjóðgarður­inn

Í Denali-þjóðgarðinum í Alaska stend­ur hæsta fjall rík­is­ins, en tind­ur­inn er sá kald­asti í heimi þar sem hit­inn mæl­ist allt niður í -30°C yfir há­sum­arið. Þjóðgarður­inn er vin­sæll meðal úti­vist­ar- og æv­in­týra­fólks, enda er nóg af göngu­leiðum og spenn­andi hlut­um að sjá. 

Ljós­mynd/​Unsplash/​Jesse Brack

Hakkōda-fjöll

Rétt fyr­ir neðan tinda Hakkōda-fjall­anna stend­ur Aomori, snjóþungasta borg heims, sem er graf­in und­ir mörg­um metr­um af snjó í um fjóra mánuði á ári hverju. Þar í kring eru vin­sæl skíðasvæði og margt fal­legt að sjá. 

Ljós­mynd/​Unslash/​Seiya Maeda
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert