Hvenær er besti tíminn til að ferðast til Ástralíu?

Dreymir þig um að heimsækja Ástralíu?
Dreymir þig um að heimsækja Ástralíu? Samsett mynd

Marga dreym­ir um að ferðast hinum meg­in á hnött­inn og heim­sækja Ástr­al­íu. En hvenær er besti tím­inn til að ferðast til Ástr­al­íu?

Í Ástr­al­íu er árstíðum öf­ugt farið miðað við hér á norður­hveli jarðar. Það þýðir að þegar það er vet­ur hér á Íslandi þá er sum­ar í Ástr­al­íu og öf­ugt. Árstíðirn­ar eru þó held­ur frá­brugðnar því sem við þekkj­um hér á landi, enda held­ur hlýrra lofts­lag í Eyja­álfu.

Hver árstíð í Ástr­al­íu býr yfir sín­um ein­stöku töfr­um og sjarma, en fer þó eft­ir því hvar þú ert á land­inu og hvenær. Sum­arið get­ur annaðhvort inni­haldið nota­lega sól­ar­daga, sjóðandi eyðimerk­ur­hita eða tíma­bil með mikl­um raka og tíðri rign­ingu. Á sama hátt get­ur þú bæði verið í sól og snjó­komu yfir vet­ur­inn, allt eft­ir staðsetn­ingu og vali.

Það er því ekki endi­lega einn tími sem er betri en ann­ar í Ástr­al­íu, en hvaða tími er best­ur fyr­ir þig fer al­gjör­lega eft­ir því hvað þú ætl­ar að gera í Ástr­al­íu. 

Hver árstíð hefur sína töfra í Ástralíu.
Hver árstíð hef­ur sína töfra í Ástr­al­íu. Ljós­mynd/​Unsplash/​Leio McLar­en

Ástr­alska sum­arið

Tíma­bilið frá des­em­ber og fram í fe­brú­ar er besti tím­inn fyr­ir þá sem vilja fá strand­ar­stemn­ing­una beint í æð. Þá eru dag­arn­ir heit­ast­ir og lengst­ir, en þá nær ferðaþjón­ust­an líka há­tindi og því get­ur gist­ing og annað orðið dýr­ara á þessu tíma­bili.

Á þess­um tíma er mik­il rign­ing í norður­hluta lands­ins og því er mælt með því að fara frek­ar suður þar sem hinir ýmsu íþróttaviðburðir og hátíðir eru.

Á sumrin er meðalhitastigið í Ástralíu allt frá 16°C og …
Á sumr­in er meðal­hita­stigið í Ástr­al­íu allt frá 16°C og upp í 29°C, en það fer eft­ir staðsetn­ingu. Ljós­mynd/​Pex­els/​Jess Loitert­on

Mild­ara vor og haust

Á vor­in og haust­in, eða frá mars til maí og frá sept­em­ber til nóv­em­ber, er til­valið að heim­sækja Ástr­al­íu ef þig lang­ar í úti­vist­ar- eða borg­ar­ferð. Þá er hita­stigið mild­ara þó svo það geti rignt meira.

Það eru ýms­ar spenn­andi göngu­leiðir í Ástr­al­íu sem eru miklu viðráðan­legri á þess­um árs­tíma held­ur en á sumr­in. 

Haustin og vorin eru mildari í Ástralíu og þá er …
Haust­in og vor­in eru mild­ari í Ástr­al­íu og þá er til­valið að stunda úti­vist. Ljós­mynd/​Unsplash/​Erico Marcel­ino

Ástr­alski vet­ur­inn

Vetr­ar­mánuðirn­ir í Ástr­al­íu eru frá júní og fram í ág­úst, en það er yf­ir­leitt ódýr­asta tíma­bilið til að ferðast um Ástr­al­íu þar sem það eru færri ferðamenn og því betri til­boð á bæði flugi og gist­ingu. 

Ástr­al­ía fer þó ekki í dvala á vet­urna og frá maí fram í sept­em­ber eru ótal vetr­ar­hátíðir, allt frá ljúf­feng­um mat­ar­hátíðum yfir í spenn­andi tón­list­ar­hátíðir. Frá maí og fram í nóv­em­ber eru líka mest­ar lík­ur á að koma auga á hvali í hvala­skoðun. Á strand­lengju Suður-Ástr­al­íu, í Tasman­íu og Vikt­oríu, er best að sjá suður­hvali á meðan hnúfu­bak­ar og stöku há­hyrn­ing­ar sjást frek­ar meðfram aust­ur- og vest­ur­strönd­inni. 

Veturnir geta sums staðar orðið kaldir í Ástralíu.
Vet­urn­ir geta sums staðar orðið kald­ir í Ástr­al­íu. Ljós­mynd/​Unsplash/​Agust­in Gun­aw­an
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert