Þrír trylltir bátar sem þú getur gist í

Á listanum eru þrír bátar sem þú getur gist í!
Á listanum eru þrír bátar sem þú getur gist í! Samsett mynd

Dreym­ir þig um að gista í bát? Á bók­un­ar­vef Airbnb er úr­val af hús­bát­um sem bjóða upp á æv­in­týra­lega gist­ingu víðs veg­ar um heim­inn.

Ferðavef­ur mbl.is tók sam­an fimm hús­báta sem eru sér­lega glæsi­leg­ir þegar kem­ur að hönn­un þeirra, en þeir bjóða einnig upp á töfr­andi út­sýni um glugg­ana sem líkj­ast helst mál­verki.

Villa í Hollandi

Lúx­us og nátt­úru­feg­urð sam­ein­ast í þess­ari glæsi­villu í Hollandi. Í hönn­un­inni var inn­blást­ur feng­inn úr nátt­úr­unni í kring og áhersla lögð á fal­lega áferð sem þar finnst, til dæm­is bambus, ratt­an og rey.

Hús­bát­ur­inn stát­ar af tveim­ur svefn­her­bergj­um og einu baðher­bergi, en þar rúm­ast allt að fjór­ir næt­ur­gest­ir hverju sinni. Nótt­in kost­ar 517 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur tæp­um 72 þúsund krón­um á gengi dags­ins í dag. 

Umhverfið í kringum villuna er ekki af verri endanum.
Um­hverfið í kring­um vill­una er ekki af verri end­an­um. Ljós­mynd/​Airbnb.com
Lúxusinn er í forgrunni í villunni.
Lúx­us­inn er í for­grunni í vill­unni. Ljós­mynd/​Airbnb.com

Svarti svan­ur­inn í Hollandi

Þessi flotta villa sem kall­ast Svarti svan­ur­inn (e. black swan) svíf­ur á vatni í Oost­knol­lendam í norður­hluta Hol­lands. Ró­leg­heit­in eru í for­grunni í þess­ari villu sem hef­ur verið inn­réttuð á glæsi­leg­an máta, en hún býður einnig upp á fal­legt út­sýni um stóra glugga.

Alls eru þrjú svefn­her­bergi og tvö baðher­bergi í hús­bátn­um sem rúm­ar allt að sex næt­ur­gesti hverju sinni. Nótt­in kost­ar 547 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur um 76 þúsund krón­um.

Villan er gríðarstór og á tveimur hæðum.
Vill­an er gríðar­stór og á tveim­ur hæðum. Ljós­mynd/​Airbnb.com
Fallegir gluggar prýða villuna og veita útsýni.
Fal­leg­ir glugg­ar prýða vill­una og veita út­sýni. Ljós­mynd/​Airbnb.com

Kósí­heit í Ham­borg

Á friðsæl­um stað í Ham­borg í Þýskalandi er að finna þenn­an nota­lega hús­bát. Kósí­heit­in eru í for­grunni í bátn­um sem er með stór­um glugg­um. Þó svo að efniviður úr nátt­úr­unni sé áber­andi í hús­bátn­um fær litagleðin að njóta sín í hús­mun­un­um sem skap­ar skemmti­lega stemn­ingu. 

Eitt svefn­her­bergi og eitt baðher­bergi eru í bátn­um sem rúm­ar allt að fjóra næt­ur­gesti hverju sinni. Nótt­in kost­ar 188 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur rúm­um 26 þúsund krón­um.

Báturinn er ekki síður sjarmerandi að utan.
Bát­ur­inn er ekki síður sjarmer­andi að utan. Ljós­mynd/​Airbnb.com
Það er notaleg stemning inni í húsbátnum.
Það er nota­leg stemn­ing inni í hús­bátn­um. Ljós­mynd/​Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert