Gísli og Nína leigja út útsýnishúsið á Seltjarnarnesi

Hér má sjá leikarahjónin í hlutverkum sínum í Verbúðinni sem …
Hér má sjá leikarahjónin í hlutverkum sínum í Verbúðinni sem sýnd var á Rúv. Samsett mynd

Leik­ara­hjón­in Gísli Örn Garðars­son og Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir hafa aug­lýst heim­ili sitt á Seltjarn­ar­nesi til leigu á Airbnb. Hann festi kaup á hús­inu 2014 og í fram­hald­inu var húsið end­ur­bætt á ein­stak­an hátt í sjón­varpsþætt­in­um Gulli bygg­ir sem Gunn­laug­ur Helga­son held­ur úti á Stöð 2. 

Húsið er al­veg ofan í fjör­unni á Seltjarn­ar­nesi og stát­ar af stór­brotnu út­sýni. Sagað var úr hliðinni sjáv­ar­meg­in til þess að stækka glugga í stof­unni. Sér­smíðaðir sóf­ar voru sett­ir fyr­ir fram­an glugg­ann þannig að hægt er að njóta út­sýn­is á ein­stak­an hátt. 

Nótt­in kost­ar 900 dali eða rúm­lega 124 þúsund krón­ur á gengi dags­ins. Það er ekki skrýtið að hjón­in hafi sett húsið í út­leigu því það er eig­in­lega of stór­kost­legt til þess að ferðamenn geti ekki notið þess til fulls. 

Hjón­in stofnuðu leik­hóp­inn Vest­urport árið 2001 og hafa þau síðan þá sett upp fanta­flott verk og fram­leitt vin­sæl­ar sjón­varpsþátt­araðir eins og til dæm­is Ver­búðina sem sýnd var á Rúv. Hér er hægt að skoða húsið á Airbnb. 

Stofuglugginn var stækkaður svo hægt væri að njóta mikils útsýnis.
Stofu­glugg­inn var stækkaður svo hægt væri að njóta mik­ils út­sýn­is. Ljós­mynd/​Airbnb
Fyrir utan húsið er verönd með heitum potti og saunu.
Fyr­ir utan húsið er ver­önd með heit­um potti og saunu. Ljós­mynd/​Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert