11 töfrandi veitingastaðir í París

Franskur matur þykir sá besti í heimi.
Franskur matur þykir sá besti í heimi. Unsplash/Camille Brodard

Borg­ar­ferðir eru vin­sæl­ast­ar með haust­inu, í kring­um jóla­tím­ann og einnig á vor­in. Þau sem ætla að leggja leið sína til Par­ís­ar á næst­unni ættu að kíkja á þessa veit­ingastaði. Kokk­ur­inn Andrea LeT­ard deildi upp­á­halds veit­inga­stöðum sín­um í Par­ís með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram og eru marg­ir þeirra mjög heill­andi.

Ralp­h's fyr­ir dá­sam­leg­an há­deg­is­mat. Hann er staðsett­ur í Ralph Lauren versl­un­inni á göt­unni 173 bd St. Germain.

Ralph's í París.
Ralp­h's í Par­ís.

Closerie des Li­las er klass­ísk­ur staður með góðum skel­fiski og sjáv­ar­rétt­um. Hann er á göt­unni 171 Bou­lev­ard du Mont­p­arnasse.

Closerie des Lilas.
Closerie des Li­las.

La Fontaine de Mars fyr­ir ekta fransk­an, róm­an­tísk­an kvöld­verð. Dúk­arn­ir eru rauðköfl­ótt­ir eins og í frönsku bíó­mynd­un­um. Staður­inn er á göt­unni 129 rue Saint Dom­in­ique.

La Fontaine de Mars.
La Fontaine de Mars.

Le Pe­tit Chatelet til að sitja úti í góðu veðri, horfa á fólk og fal­lega út­sýnið. Á göt­unni 39 Rue De La Bucherie.

Le Petit Chatelet.
Le Pe­tit Chatelet.

Bistrot de L'ou­ette er fal­inn dem­ant­ur og einn besti há­deg­is­verður sem þú færð í Par­ís. Hann er staðsett­ur á göt­unni Rue des Tour­nell­es núm­er 38. 

Bistrot de L'ouette.
Bistrot de L'ou­ette.

Altro Frenchie er góður ít­alsk­ur staður að hætti Frakk­ans. Mat­ur­inn er fínn, klass­ísk­ur og ofsa­lega góður. Á göt­unni 9 Rue du Nil. 

Altro Frenchie.
Altro Frenchie.

Le Select, Le Dome og La Rot­onde fyr­ir pöbbarölt og góm­sæt­an mat í anda þriðja ára­tug­ar­ins. Le Select er á 204 rue Saint Den­is, Le Dome á rue Saint Dom­in­ique og La Rot­onde á 2 Place D Estienne D Or­ves í Mont­p­arnasse-hverf­inu.

Le Select.
Le Select.

Harry's Bar fyr­ir kokteila. Marg­ir af fræg­ustu kokteil­um heims urðu til þar en staður­inn var opnaður fyrst árið 1911. Hann er á göt­unni 5 Rue Daunoue.

Harry's Bar.
Harry's Bar.

Frenchie fyr­ir töfr­andi og hlý­lega stemn­ingu. Frenchie er með eina Michel­in-stjörnu. Staðsetn­ing hans er ekki langt frá Louvre-safn­inu á göt­unni 9 rue du Nil, sama stað og Altro Frenchie. Á Frenchie Ca­viste, sem er einnig í sömu götu má fara í frá­bæra víns­mökk­un með mat eða ekki.

Frenchie.
Frenchie.

Le Train Bleu er einn fal­leg­asti veit­ingastaður­inn í Par­ís. Þar er ekta fransk­ur mat­ur og gott and­rúms­loft. Hann er staðsett­ur á 6 Place Lou­is Armand.

Le Train Bleu.
Le Train Bleu.

Aca­demie De La Bi­ere er laus við alla stæla og er þekkt­ur fyr­ir góðan kræk­ling, bjór og fransk­ar. Hvað þarf meira?

Academie De La Biere.
Aca­demie De La Bi­ere.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert