Bestu strandbæirnir nálægt París

Hugmyndir að skemmtilegum ferðum frá París!
Hugmyndir að skemmtilegum ferðum frá París! Samsett mynd

Borg ástar­inn­ar, Par­ís í Frakklandi, er hinn full­komni áfangastaður fyr­ir borg­ar­ferð að mati margra. Par­ís hef­ur upp á ótal margt að bjóða, allt frá róm­an­tísku and­rúms­lofti og spenn­andi lista­söfn­um yfir í ljúf­fenga mat­ar­menn­ingu og sjarmer­andi arki­tekt­úr. 

Þeir sem vilja taka sér hlé frá stór­borg­ar­stemn­ing­unni í Par­ís og kanna litla bæi í ná­lægð ættu hins veg­ar ekki að vera í vand­ræðum með að finna eitt­hvað við hæfi, en í ná­grenni borg­ar­inn­ar eru spenn­andi strand­bæ­ir sem gam­an er að heim­sækja.

Le Touqu­et

Í Norður Frakklandi er einn vin­sæl­asti strandstaður Frakk­lands, en hann er bæði vin­sæll meðal íbúa Par­ís­ar­borga og er­lendra ferðamanna. Á sumr­in býður staður­inn upp á ljúf­ar strend­ur, góða versl­un­ar- og veit­ingastaði og iðandi næt­ur­líf. Hann er hins veg­ar ekki síður vin­sæll á vet­urna þar sem glæsi­leg­ar skreyt­ing­ar fylla bæ­inn. 

Það tek­ur um tvær klukku­stund­ir og 50 mín­út­ur að keyra frá Par­ís til Le Touqu­et.

Le Touquet er einn vinsælasti strandstaðurinn í Frakklandi.
Le Touqu­et er einn vin­sæl­asti strandstaður­inn í Frakklandi. Ljós­mynd/​Unsplash/​Paz Arando

Deau­ville

Þessi fal­legi strand­bær lík­ist helst póst­korti með hvít­um sand­strönd­um og fal­leg­um sól­hlíf­um. Deau­ville er vin­sæll dval­arstaður meðal vel stæðra Par­ís­ar­búa og er meira að segja stund­um kallað „21. hverfi Par­ís­ar.“

Það tek­ur um tvær klukku­stund­ir og 35 mín­út­ur að keyra frá Par­ís til Deau­ville.

Deauville býr yfir miklum sjarma sem hefur heillað ófáa ferðalanga …
Deau­ville býr yfir mikl­um sjarma sem hef­ur heillað ófáa ferðalanga upp úr skón­um. Ljós­mynd/​Unsplash/​Victor Pot

Étretat

Það er ein­stök upp­lif­un að heim­sækja Étretat, en þar taka á móti ferðalöng­um stór­kost­leg­ir hvít­ir klett­ar sem mynda stór­brotið sjón­arspil á strönd­inni. Lands­lagið ætti að hitta beint í mark hjá flest­um, enda ekki leiðin­legt mynd­efni.

Það tek­ur um tvær klukku­stund­ir og 55 mín­út­ur að keyra frá Par­ís til Étretat.

Stórkostlegt sjónarspil!
Stór­kost­legt sjón­arspil! Ljós­mynd/​Unsplash/​Benoit Deschasaux

Condé Nast Tra­vell­er

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert