Play flýgur til Pula í Króatíu

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Ljósmynd/Bernhard Kristinn

Íslenska flug­fé­lagið Play ætl­ar að hefja áætl­un­ar­flug til Pula í Króa­tíu. Fyrsta ferð flug­fé­lags­ins verður laug­ar­dag­inn 31. maí 2025. Flogið verður einu sinni í viku til 16. ág­úst 2025. Pula er við Adría­hafs­strönd­ina en hún ein­kenn­ist af fal­leg­um strönd­um, líf­legri menn­ingu og heill­andi forn­minj­um. Pula hent­ar því jafnt þeim sem sækj­ast eft­ir slök­un og end­ur­heimt og þeim sem vilja æv­in­týra­leg­ar göngu­ferðir og líf­legt næt­ur­líf.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Play kem­ur fram að flug­fé­lagið hafi flogið einu sinni í viku til Split í Króa­tíu við góðar und­ir­tekt­ir og mun sú áætl­un standa út októ­ber í ár. Á næsta ári verður ferðum til Split fjölgað. 

„Við bæt­um enn ein­um glæsi­leg­um sól­ar­landa­áfangastaðnum við leiðakerfið okk­ar. Íslend­ing­ar tóku vel í Split og því er rök­rétt ákvörðun að bjóða upp á aðra perlu í Króa­tíu. Þetta eru gríðarlega fal­leg­ir áfangastaðir sem við trú­um að muni heilla Íslend­inga. Við höf­um státað okk­ur af því að vera með eina glæsi­leg­ustu sól­ar­landa­áætl­un sem fyr­ir­finnst og Pula mun án efa laða marga að,“ seg­ir Ein­ar Örn Ólafs­son, for­stjóri flug­fé­lags­ins Play. 

Einnig kem­ur fram að Play ætl­ar að bjóða upp á þrjár ferðir til Za­greb í Króa­tíu í janú­ar. Ferðirn­ar þrjár eru all­ar á dag­skrá í tengsl­um við leiki ís­lenska karla­landsliðsins í hand­bolta í riðlakeppni Heims­meist­ara­móts­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert