Dularfull TikTok-stjarna birtir myndbönd frá Íslandi

Ferðabloggarinn Joshua Platillero hefur slegið rækilega í gegn á TikTok.
Ferðabloggarinn Joshua Platillero hefur slegið rækilega í gegn á TikTok. Samsett mynd

Ferðablogg­ar­inn Jos­hua Pla­tillero hef­ur tekið yfir TikT­ok á und­an­förn­um vik­um með ótrú­leg­um mynd­skeiðum sem hann birt­ir und­ir not­end­a­nafn­inu Mega­american, þar á meðal eru mynd­skeið sem tek­in eru upp á Íslandi.

Pla­tillero birt­ir ferðamynd­skeið á miðli sín­um, en hann er með sér­stak­an stíl á mynd­bönd­un­um sem virðist ná til fólks. Í byrj­un mynd­bands­ins sést hann stara fram af undr­un, en í kjöl­farið snýst mynda­vél­in og sýn­ir áhorf­end­um magnað út­sýni í frá­bær­um mynd­gæðum. 

Al­gengt er að ferðablogg­ar­ar fjalli nán­ar um hvern og einn áfangastað, en mörg­um hef­ur þótt dul­ar­fullt hve hratt Pla­tillero virðist ferðast heims­horn­anna á milli. Þar að auki merk­ir hann ekki áfangastaði inn á mynd­skeiðin sem vek­ur mikla for­vitni áhorf­enda. 

„Þessi gæi er að ferðast til allra landa í heim­in­um á 24 klukku­stund­um,“ skrifaði einn TikT­ok-not­andi á síðu Pla­tillero á meðan ann­ar skrifaði: „Ég sé hann meira en fjöl­skyldu mína.“ Þá skrifaði enn ann­ar: „Ég sver að þessi gæi ferðast með fjar­flutn­ingi (e. teleport­ing).“

Miðlar Pla­tillero hafa stækkað hratt á und­an­förn­um vik­um, en hann er nú með yfir tíu millj­ón­ir fylgj­enda þvert á miðla sína. Þá hafa mynd­bönd hans á TikT­ok fengið yfir 550 millj­ón „likes“.

Pla­tillero birti á dög­un­um þó nokk­ur mynd­skeið frá ferðalagi sínu um Ísland, en mynd­bönd­in hafa vakið mikla lukku á miðlin­um. Hann birti meðal ann­ars mynd­skeið af sér við Reyn­is­fjöru, Selja­lands­foss og Stokksnes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka