Myndband: Hjólaði Kattarhrygginn og deildi ótrúlegu sjónarhorni

Kattarhryggurinn er ekki fyrir lofthrædda!
Kattarhryggurinn er ekki fyrir lofthrædda! Samsett mynd

Leiðin yfir Fimmvörðuháls frá Skógum í Þórsmörk er ein vinsælasta gönguleið landsins, enda býður hún upp á stórkostlegt útsýni og frábæra útivist. 

Rétt áður en komið er niður í Goðaland þar sem Básar eru staðsettir í Þórsmörk þurfa göngugarpar að fara yfir hinn fræga Kattarhrygg, en það eru örmjóir hryggir með Strákagil og Þvergil sitt hvorum megin við og eru ekki fyrir lofthrædda.

Hjólagarpurinn Leifur Harðarson deildi á dögunum mögnuðu myndbandi af sér að hjóla Kattarhrygginn, en í myndbandinu má sjá leiðina frá nokkrum skemmtilegum sjónarhornum sem veita áhorfendum ágætis upplifun á hryggnum.

Mörgum þykir tilhugsunin að ganga á hryggnum erfið, en það að hjóla ofan á honum krefst hins vegar mun meiri færni.

@leifur.hararson 📍KATTARHRYGGUR | ÞÓRSMÖRK #mtb #mountainbiking #santacruz #singletrack #emtb #enduromtb #pov #drone #djimini4pro ♬ original sound - Leifur Harðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert