Myndband: Hjólaði Kattarhrygginn og deildi ótrúlegu sjónarhorni

Kattarhryggurinn er ekki fyrir lofthrædda!
Kattarhryggurinn er ekki fyrir lofthrædda! Samsett mynd

Leiðin yfir Fimm­vörðuháls frá Skóg­um í Þórs­mörk er ein vin­sæl­asta göngu­leið lands­ins, enda býður hún upp á stór­kost­legt út­sýni og frá­bæra úti­vist. 

Rétt áður en komið er niður í Goðaland þar sem Bás­ar eru staðsett­ir í Þórs­mörk þurfa göngugarp­ar að fara yfir hinn fræga Katt­ar­hrygg, en það eru ör­mjó­ir hrygg­ir með Strákagil og Þvergil sitt hvor­um meg­in við og eru ekki fyr­ir loft­hrædda.

Hjólagarp­ur­inn Leif­ur Harðar­son deildi á dög­un­um mögnuðu mynd­bandi af sér að hjóla Katt­ar­hrygg­inn, en í mynd­band­inu má sjá leiðina frá nokkr­um skemmti­leg­um sjón­ar­horn­um sem veita áhorf­end­um ágæt­is upp­lif­un á hryggn­um.

Mörg­um þykir til­hugs­un­in að ganga á hryggn­um erfið, en það að hjóla ofan á hon­um krefst hins veg­ar mun meiri færni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert