Ótrúlegt myndband af íslenskum hestum vekur heimsathygli

Sjáðu myndbandið!
Sjáðu myndbandið! mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mynd­band af ís­lensk­um hest­um á há­lendi Íslands hef­ur vakið heims­at­hygli á TikT­ok, en í mynd­band­inu sést stóð af hest­um hlaupa niður svarta sanda á eft­ir fugli sem virðist leiða stóðið.

Mynd­bandið hef­ur þegar fengið tæp­lega átta millj­ón­ir áhorfa og farið eins og eld­ur í sinu um sam­fé­lags­miðla. 

Af um­mæl­um að dæma virðist mynd­bandið hafa hreyft við mörg­um, en þó nokkr­ir segja það minna á atriði úr teikni­mynd­inni Villti fol­inn (e. Spi­rit) sem kom út árið 2002 og hef­ur notið gríðarlegra vin­sælda. 

„Er þetta fugl sem flýg­ur með þeim í byrj­un? Al­veg eins og vin­ur Spi­rit í mynd­inni,“ skrifaði einn not­andi á meðan ann­ar sagði: „Þetta fékk mig til að gráta ... Svo fal­legt.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert