Trúlofun við Dynjanda vekur heimsathygli

Lancelot sagði að sjálfsögðu já!
Lancelot sagði að sjálfsögðu já! Skjáskot/Instagram

Myndband af ferðasögu kanadísks pars um Ísland hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni TikTok síðustu daga.

Í myndbandinu má sjá þau Brandon Clarke og Paige Lancelot heimsækja helstu náttúruperlur landsins áður en Clarke fer á skeljarnar við Dynjanda á Vestfjörðum, en myndbandið er hálfgerð niðurtalning í sjálft bónorðið. 

Lancelot deildi myndbandinu á TikTok og birti einnig fallega myndaseríu af augnablikinu á Instagram-síðu sinni. Myndbandið sló svo sannarlega í gegn og hefur það fengið tæplega tvær milljónir áhorfa á örfáum dögum. 

Tímaritið Condé Nast Traveller valdi Ísland sem einn af bestu stöðum í heimi til þess að bera upp bónorðið í samantekt sinni á síðasta ári og nefndi þá sérstaklega Fellsfjöru á Breiðamerkursandi, en af myndbandinu að dæma þá er einnig kjörið að bera upp bónorðið við Dynjanda.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert